Helga er nýr sviðsstjóri fjármálasviðs

Fréttir

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í vikunni að ráða Helgu Benediktsdóttur í stöðu sviðsstjóra fjármálasviðs Hafnarfjarðarbæjar. Helga er Cand Oecon af reikningshalds- og fjármálasviði frá Háskóla Íslands auk þess að hafa stundað MS nám í viðskiptafræði við sama skóla.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í vikunni að ráða Helgu Benediktsdóttur í stöðu sviðsstjóra fjármálasviðs Hafnarfjarðarbæjar. Helga er Cand Oecon af reikningshalds- og fjármálasviði frá Háskóla Íslands auk þess að hafa stundað MS nám í viðskiptafræði við sama skóla. Helga hefur starfað hjá Reykjavíkurborg frá árinu 2012. Helga mun hefja störf í sumar.

Viðtæk og yfirgripsmikil þekking á fjármálum sveitarfélaga

Helga hefur víðtæka og yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á fjármálum sveitarfélaga, hefur starfað sem skrifstofustjóri fjárstýringar- og innheimtuskrifstofu hjá Reykjavíkurborg síðan 2012 auk þess að vera staðgengill sviðsstjóra á fjármála- og áhættustýringarsviði. Helga starfaði í tæplega sex ár hjá Teris (áður Tölvumiðstöð sparisjóðanna) og í 14 ár hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar. Helga býr yfir um tuttugu ára farsælli stjórnunarreynslu, þátttöku í framkvæmdastjórnum og stjórnunarteymum. Helga tekur við starfinu af Rósu Steinsgrímsdóttur. Hagvangur annaðist ráðningarferlið.

Hafnarfjarðarbær tekur fagnandi á móti Helgu!

Ábendingagátt