Helgi 2: Flugeldar og gómsæti lita Jólaþorpið

Fréttir Jólabærinn

Stór helgi í hjarta Hafnarfjarðar er í vændum. Þessi önnur helgi Jólaþorpsins af sex færir okkur flugeldasýningu, fimm nýja í jólahúsunum, sveinka og Grýlu. Fjöldi viðburða og gómsæt upplifun í Jólaþorpinu.

Jólaþorpið ævintýri um hverja helgi

Önnur helgi Jólaþorpsins verður stór. Flugeldasýning á föstudagskvöld, fyrsta opnun verslana í nýja Firði og fjöldi gullfallegra viðburða alla helgina. Grýla vappar svo um Jólaþorpið á sunnudag. 

Frábært verður að staldra við í glerhúsunum á Thorsplani, upplifunarhúsunum okkar: 

  • Laugardag: Circolo-systur elska að gleðja landann og leggja metnað í hvert smáatriði. Þær vinna með hágæða hráefni og vandaðar umbúðir. Circolo framleiðir handgert súkkulaði toppað með framandi bragði – upplifun sem fylgir þér í gleði og kærleik. 
  • Sunnudag: Íslenskar handgerðar gærur – komdu og finndu hvað þær eru mjúkar!  

Og dagskráin er ekki að verri endanum. Það helsta:  

 

Á föstudag 

  • Kl. 18:45 Söngstund með Sveinka
  • Kl. 19:20 Flugeldasýning Jólabæjarins frá strandstígnum beint á móti Firði

Á laugardag

  • Kl. 16:00 Prinsessur undirbúa jólin á Thorsplani 
  • Kl. 18 – 20 Myndataka með Sveinka á sviðinu á Thorsplani 
  • Kl. 19:00 Sýningarhópur frá Listdansskóla Hafnarfjarðar dansar á Thorsplani, við Hjartasvellið og í Hellisgerði

Á sunnudag

  • Kl. 15:30 Tufti og tröllabörnin koma í heimsókn á Byggðasafn Hafnarfjarðar

En hvað er svo að finna í jólahúsunum í Jólaþorpinu? 

  • Krakkakrútt.is býður föndur, leikföng og skemmtilegar gjafir fyrir alla aldurshópa.  
  • Dunda.is býður upp á handverk frá skapandi Íslendingum.
  • Sylwia Olszewska er með jóla kökukefli og kökustimpla tilvalið í jólabaksturinn. 
  • Sixpensari.is tímalausir hattar og húfur auk fylgihluta 
  • Blueberry er með gullfallegt hátíðarskraut sem gleður bæði auga og sál. 
  • ICE design handgerðir skartgripir innblásnir af íslenskri náttúru, silfur, hraunmolar og fiskleður!  
  • Agzu store verður með handgerðar og endurunnar vörur allt frá kertum, sápum og skarti yfir í pólska leirmuni! 
  • La Brújería skapar náttúrulegar, handunnar heilsu- og húðvörur úr jurtum og þörungum — allt frá andlitsolíum og græðandi smyrslum til jurtaspreya 
  • Sætindaunnendur fá sitt þegar ÚTÚRKÚ kynnir handgert súkkulaði með íslenskum blæ. 
  • Íslensk hollusta, sem fagnar 20 ára afmæli, sýnir vörur úr íslenskum berjum, jurtum og þara.  

Þetta er alls ekki allt, því margt matarkyns verður á boðstólnum:  

  • Helvítis býður bragðmiklar sultur og nýjungar úr íslensku hráefni.
  • Matarkompaní verður með villibráð og sósur. 
  • Bæjarbakarí með bakstur og jólagómsæti. 
  • Lángos vagninn með ungverska rétti.  
  • Sauðfjárbúið býður úrval af kofa- og taðreyktu hangikjöti í ýmsum útfærslum, tvíreyktu hangikjöti, kofa- og taðreyktu bjúgu, gröfnum ærvöðva og vönduðu kjötáleggi 
  • Turf House með franskar í nýrri og spennandi útfærslu.  
  • Fjörukráin býður uppá gjafavöru og handverk, Sobo trölladúkkuna og heitar veigar.  
  • Í miðjuhúsinu stendur Brikk vaktina en á boðstólnum verður Ali jólapylsa, Brikk jólapungar og Góu heitt súkkulaði svo eitthvað sé nefnt.   

Svo allt sætmetið í Jólaþorpinu.  

  • Churros Wagon býður stökkar og heitar churros. 
  • Önnu Konditori gleður með dönskum eplaskífum, smákökum og lagtertum. 

Já, Jólaþorpið er frábær upplifun fyrir alla fjölskylduna. Ein allra besta skemmtun aðventunnar – ef ekki sú besta! 

Ábendingagátt