Helgi 3: VÆB, sveikni, kruðerí og kræsingar

Fréttir Jólabærinn

Mynd með Sveinka, dönsum með VÆB-bræðrum, fáum okkur kakó og góðgæti. Frábært verður að staldra við í glerhúsunum á Thorsplani, upplifunarhúsunum okkar og kíkja í verslanirnar í kring.

Jólaþorpið – einstök skemmtun fyrir fjölskylduna

Já, nú er það þriðja helgi Jólaþorpsins. Við höfum fundið taktinn. Gleðin verður allsráðandi.  

Mynd með Sveinka, dönsum með VÆB-bræðrum, fáum okkur kakó og kruðerí. Frábært verður að staldra við í glerhúsunum á Thorsplani, upplifunarhúsunum okkar: 

  • Föstudag: Herjólfsgufan og Feel Iceland  
  • Laugardag: Gústi design framleiðir hágæða íslenskt handverk, vönduð skurðarbretti og fleira. Hægt er að fá áletrun á vörurnar og gera þær persónulegri. 
  • Sunnudag: Flekk frítt, einfaldari, sjálfbærari og áreiðanlegri jólaþrif!  

 Og dagskráin er frábær. Það helsta: 

  • Á föstudag 
  • Kl. 16:00 Tendrun jólamyndanna í gamla Lækjarskóla 
  • Kl. 19:00 VÆB mæta í Jólaþorpið á Thorsplani 
  • Á laugardag 
  • Kl. 15:00 Leikhópurinn Lotta mætir í Jólaþorpið 
  • Kl. 15 – 16 Sykurpúðar á priki við Grýluhellinn hjá Pakkhúsi Byggðasafnsins 
  • Á sunnudag 
  • Kl. 14 – 16 Myndataka með Sveinka á sviðinu á Thorsplani 
  • Kl. 15 – 16 Sykurpúðar á priki við Grýluhellinn hjá Pakkhúsi Byggðasafnsins 

 Skoðaðu alla dagskrána hér 

En hvað er svo að finna í jólahúsunum í Jólaþorpinu? 

  • Dunda.is býður upp á handverk frá skapandi Íslendingum
  • Sixpensari.is tímalausir hattar og húfur auk fylgihluta 
  • Fangaverk er með handgerðar vörur, hannaðar og framleiddar af föngum í fangelsum landsins 
  • Blueberry er með gullfallegt hátíðarskraut sem gleður bæði auga og sál
  • ICE design  handgerðir skartgripir innblásnir af íslenskri náttúru, silfur, hraunmolar og fiskleður!  
  • Náttúruprjón er með fallegar prjónauppskriftir innblásnar af Íslensku náttúrunni. Gjafapakkar með uppskrift og handlituðu gæða garni
  • Leirfélagið er með mikið úrval af fallegum leirmunum, handgerð jólatré, kertastjakar og fallegir munir frábærir í jólapakkann 
  • Sálrannsóknarfélagið verður á svæðinu og bíður meðal annars uppá örspá með tarot spilum 
  • BE WD bíður uppá hágæða belgískt súkkulaði, plötur, stykki og girnilegir gjafapokar!  
  • La Brújería skapar náttúrulegar, handunnar heilsu- og húðvörur úr jurtum og þörungum — allt frá andlitsolíum og græðandi smyrslum til jurtaspreya 
  • Íslensk hollusta, sem fagnar 20 ára afmæli, sýnir vörur úr íslenskum berjum, jurtum og þara.  

Þetta er alls ekki allt, því margt matarkyns verður á boðstólnum:  

  • Helvítis býður bragðmiklar sultur og nýjungar úr íslensku hráefni. 
  • Matarkompaní verður með villibráð og sósur. 
  • Fiskás er með grafinn og reyktann villtan lax, fiskibollur og hrossabjúgu!  
  • Lángos vagninn með ungverska rétti.  
  • Sauðfjárbúið býður úrval af kofa- og taðreyktu hangikjöti í ýmsum útfærslum, tvíreyktu hangikjöti, kofa- og taðreyktu bjúgu, gröfnum ærvöðva og vönduðu kjötáleggi 
  • Turf House með franskar í nýrri og spennandi útfærslu.  
  • Í miðjuhúsinu stendur Brikk vaktina en á boðstólnum verður Ali jólapylsa, Brikk jólapungar og Góu heitt súkkulaði svo eitthvað sé nefnt.   

Svo allt sætmetið í Jólaþorpinu.  

  • Churros Wagon býður stökkar og heitar churros
  • Önnu Konditori gleður með dönskum eplaskífum, smákökum og lagtertum

Já, Jólaþorpið er frábær upplifun fyrir alla fjölskylduna. Ein allra besta skemmtun aðventunnar – ef ekki sú besta! 

Ábendingagátt