Helgi 4: brúður, Margrét Eir, gull og grænir skógar

Fréttir Jólabærinn

Fjórða helgin okkar í Jólaþorpinu verður yndisleg. Veðrið mun leika við gesti en fyrst og fremst munu allar þær gersemar sem þar finnast gleðja okkur öll.  

Jólin koma í Hafnarfirði

Fjórða helgin okkar í Jólaþorpinu verður yndisleg. Veðrið mun leika við gesti en fyrst og fremst munu allar þær gersemar sem þar finnast gleðja okkur öll.  Og hvað finnum við í Jólaþorpinu þessa helgi? Í upplifunarhúsunum, glerhýsunum okkar, verða: 

  • Föstudag: Markaðsstofa Hafnarfjarðar með Hafnarfjarðarkortið  
  • Laugardag: Kjötkompaní býður gestum og gangandi uppá gómsætt jólasmakk, nýbakað hreindýrapaté og aðra ljúffenga forrétti á hátíðarborðið. 
  • Sunnudag: Garnbúð Eddu verður með fullt af garni í jólasamprjónið! Komdu og sjáðu allt úrvalið!  

Og dagskráin:  

Föstudagur 5. desember 

  • Kl.18:30 Margrét Eir syngur jólalög 

Laugardagur 6. desember 

Sunnudagur 7. desember 

Skoðaðu alla dagskrána hér

En hvað er svo að finna í jólahúsunum sjálfum í Jólaþorpinu? 

  • Laríleí bíður uppá úrval vandaðra vörumerkja allt frá barnafötum til þroskaleikfanga.  
  • Dunda.is býður upp á handverk frá skapandi Íslendingum. 
  • Blueberry er með gullfallegt hátíðarskraut sem gleður bæði auga og sál. 
  • Íslensk hollusta, sem fagnar 20 ára afmæli, sýnir vörur úr íslenskum berjum, jurtum og þara.  
  • Ás heildverslun er með jólavörur fyrir börn og fullorðna, þú færð jólasokkana, peysuna, náttfötin og húfuna hjá Ás!  
  • Sorgarmiðstöðin sinnir stuðningi og fræðslu til syrgjenda og aðstandenda. Hægt verður að kaupa vörur til styrktar starfinu, svosem leiðiskerti, lyklakippur, hitapoka, kakó og bækur. Arena Eco Shop er með fallegar náttúrulegar vörur. Ullarteppi, bývaxkerti, reykelsi, ilmkjarnaolíur, jurtate og fleira. Arena er lífstill.  
  • Agzu store verður með handgerðar og endurunnar vörur allt frá kertum, sápum og skarti yfir í pólska leirmuni!  
  • Háafell geitfjársetur kemur með náttúrulegar afurðir úr sveitinni. 

Þetta er alls ekki allt, því margt matarkyns verður á boðstólnum:  

  • Helvítis býður bragðmiklar sultur og nýjungar úr íslensku hráefni. 
  • Matarkompaní verður með villibráð og sósur. 
  • A. Hansen bíður uppá allskonar góðgæti, heitt kakó og pylsur!  
  • Sölvanes og Breiðagerði úr Skagafriði. Lífrænt sauðfjárbú og garðyrkjustöð koma með úrval af gæðavörum allt frá lambakjöti yfir í grænmeti, sultur og sölt! 
  • Fiskás er með grafinn og reyktann villtan lax, fiskibollur og hrossabjúgu!  
  • Lángos vagninn með ungverska rétti.  
  • Sauðfjárbúið býður úrval af kofa- og taðreyktu hangikjöti í ýmsum útfærslum, tvíreyktu hangikjöti, kofa- og taðreyktu bjúgu, gröfnum ærvöðva og vönduðu kjötáleggi 
  • Turf House með franskar í nýrri og spennandi útfærslu.  
  • Í miðjuhúsinu stendur Brikk vaktina en á boðstólnum verður Ali jólapylsa, Brikk jólapungar og Góu heitt súkkulaði svo eitthvað sé nefnt.   

Svo allt sætmetið í Jólaþorpinu.  

  • Churros Wagon býður stökkar og heitar churros. 
  • Önnu Konditori gleður með dönskum eplaskífum, smákökum og lagtertum. 
Ábendingagátt