Helgi 5: Raddbandið og Leikhópurinn Lotta í Jólaþorpinu okkar

Fréttir Jólabærinn

Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.

Fimmta helgin ævintýri líkust

Já, helgin verður gullfalleg í Jólaþorpinu okkar. Þetta fimmta skipti verður með sína töfra og frábæra gesti. Raddbandið reddar jólunum í kvöld, Leikhópurinn Lotta sýnir kl. 16 á laugardag og Kór Öldutúnsskóla, afmæliskórinn sjálfur, verður á sviði á sunnudag. Við hlökkum til að sjá ykkur.

Kíkjum á upplifnunarhúsin, glerhýsin á Thorsplani: 

  • Föstudag: Trefjar verða með eldstæðin sín 
  • Laugardag: Kjötkompaní bíður gestum og gangandi uppá gómsætt jólasmakk, nýbakað hreindýrapaté og aðra ljúffenga forrétti á hátíðarborðið. 
  • Sunnudag: Trefjar aftur  
  • Alla helgina: Síminn verður í Jólaþorpinu í Hjarta Hafnarfjarðar nú um helgina. Sólon kíkir í heimsókn í Símaskálann og áritar plaköt fyrir börnin á laugardaginn klukkan 15:30. Starfsmenn Símans taka vel á móti þér, innan um vörur merktar Sólon, sniðugum jólagjöfum og almennri gleði. 

Ekki missa af gleðinni í Firði þar sem opnunarpartýin halda áfram. Nú verður Lemon með partý, laugardaginn 13. desember frá kl. 13-15. Dansaðu & djúsaðu í tilefni af opnun Lemon í Firði.  

Og dagskráin í Jólaþorpinu:

Föstudagur 12. desember 

  • Kl.18:30 Raddbandið reddar jólunum – Jólin á suðupunkti 

Laugardagur 13. desember 

  • Kl. 11           Jólaball Frikirkjunnar  
  • Kl. 13 – 14 Jólasveinar á Byggðasafni Hafnarfjarðar 
  • Kl. 15 – 16 Sykurpúðar á priki við Grýluhellinn hjá Pakkhúsi Byggðasafnsins 
  • Kl. 16          Leikhópurinn Lotta  

Sunnudagur 14. desember 

  • Kl. 15 – 16 Sykurpúðar á priki við Grýluhellinn hjá Pakkhúsi Byggðasafnsins 
  • Kl. 15          Kór Öldutúnsskóla og litli kór Öldutúnsskóla 
  • Kl. 15:30    Mosfellskórinn 
  • Kl. 16          Ungleikhúsið 

En hvað er svo að finna í jólahúsunum í Jólaþorpinu? 

  • Björk store er með leikföng og fatnað fyrir börn sem eru án allra aukaefna, framleitt með umhverfisvernd í huga.  
  • Dunda.is býður upp á handverk frá skapandi Íslendingum. 
  • Blueberry er með gullfallegt hátíðarskraut sem gleður bæði auga og sál. 
  • Íslensk hollusta, sem fagnar 20 ára afmæli, sýnir vörur úr íslenskum berjum, jurtum og þara.  
  • Bird.is verður með handtálgaða íslenska fugla – sérhvert stykki unnið af natni og hlýju fyrir unnendur íslenskrar náttúru 
  • Helga Arnalds verður með handunna keramikmuni – aðventuljós, kertastjaka, bolla og skálar sem sameina fágaða list og notagildi. 
  • Dýralæknastofa Hafnafjarðar tekur hlýlega á móti öllum dýravinum. Jólagjafir fyrir dýrin, jólamyndabás og hunda-jólalgögg!  

Þetta er alls ekki allt, því margt matarkyns verður á boðstólnum:  

  • Helvítis býður bragðmiklar sultur og nýjungar úr íslensku hráefni. 
  • Matarkompaní verður með villibráð og sósur. 
  • A. Hansen bíður uppá allskonar góðgæti, heitt kakó og pylsur!  
  • Sölvanes og Breiðagerði úr Skagafriði. Lífrænt sauðfjárbú og garðyrkjustöð koma með úrval af gæðavörum allt frá lambakjöti yfir í grænmeti, sultur og sölt!  
  • Fiskás er með grafinn og reyktann villtan lax, fiskibollur og hrossabjúgu!  
  • Lángos vagninn með ungverska rétti.  
  • Sauðfjárbúið býður úrval af kofa- og taðreyktu hangikjöti í ýmsum útfærslum, tvíreyktu hangikjöti, kofa- og taðreyktu bjúgu, gröfnum ærvöðva og vönduðu kjötáleggi. 
  • Turf House með franskar í nýrri og spennandi útfærslu.  
  • Í miðjuhúsinu stendur Brikk vaktina en á boðstólnum verður Ali jólapylsa, Brikk jólapungar og Góu heitt súkkulaði svo eitthvað sé nefnt.   

Svo allt sætmetið í Jólaþorpinu: 

  • Churros Wagon býður stökkar og heitar churros. 
  • Önnu Konditori gleður með dönskum eplaskífum, smákökum og lagtertum. 
  • Bæjarbakarí með bakstur og jólagómsæti. 
  • Ísgerð Hafnarfjarðar verður með jóla- og áramóta ísinn klárann fyrir þig! Toblerone- og oreo-ís eða jafnvel sérlagaður piparkökuís Jólaþorpsins!  
Ábendingagátt