Síðasta helgin: Gunni, Sveinki, Húbbabúbba og Svala mæta

Fréttir Jólabærinn

Yfir fimmtíu þúsund hafa nú stigið inn á Thorsplan og notið Jólaþorpsins með okkur. Nú hefst sjötta og síðasta helgi þorpsins okkar og við erum heppin, því opið er á Þorláksmessu. Gríptu tækifærið og komdu í þorpið í síðasta sinn þetta árið.

Yfir fimmtíu þúsund hafa nú stigið inn á Thorsplan og notið Jólaþorpsins með okkur. Nú hefst sjötta og síðasta helgi þorpsins okkar og við erum heppin, því opið er á Þorláksmessu. Við fáum því auka dag.

Margt heillar þessa síðustu helgi. Gunni og Felix skemmta, Ungleikhúsið stígur og stokk og við verðlaunum jólalegustu heimilin og fyrirtækin hér í bænum.

Já, hér er allt eins og það á að vera. Við hlökkum til að njóta þessarar síðustu helgi með ykkur öllum.

  • Föstudag: Markaðsstofa Hafnarfjarðar verður með Hafnarfjarðarkortið til kynningar og sölu
  • Laugardag: Systur & makar X
  • Sunnudag: Herjólfsgufan X

Fjörður – opnunarpartýin halda áfram og nú verður Lemon með partý, laugardaginn 13. desember frá kl. 13-15. Dansaðu & djúsaðu í tilefni af opnun Lemon í Firði.

Og dagskráin í Jólaþorpinu

Föstudagur 19. desember

  • Kl. 19        Söngstund með Sveinka

Laugardagur 20. desember

  • Kl. 13          Gunnar Helgason í jólaheimsókn á bókasafni Hafnarfjarðar
  • Kl. 14 – 15  Gunni og Felix árita og selja nýjustu bækurnar sínar í glerhúsinu á Thorsplani
  • Kl. 15          Gunni og Felix koma okkur í jólastuð með söng og gleði á sviðinu í Jólaþorpinu
  • Kl. 15:30    Ungleikhúsið stígur á stokk
  • Kl. 16          Menningar- og ferðamálanefnd afhendir viðurkenningar fyrir best skreyttu húsin í Hafnarfirði
  • Kl. 15 – 16 Sykurpúðar á priki við Grýluhellinn hjá Pakkhúsi Byggðasafnsins

Sunnudagur 21. desember

  • Kl. 14          Björnis brunabangsi mætir í Jólaþorpið og heilsar uppá káta krakka
  • Kl. 15 – 16 Sykurpúðar á priki við Grýluhellinn hjá Pakkhúsi Byggðasafnsins
  • Kl. 15 – 17  Myndataka með Sveinka á sviðinu á Thorsplani

Mánudagur 22. desember

  • 13 – 19 Jólafögnuður í Nýsköpunarsetrinu
  • 19 Söngstund með Sveinka

Þriðjudagur 23. desember – Þorláksmessa

  • 15:30 Jólaball með Langlegg og Skjóðu
  • 17 Jólajazz – Helga Ragnarsdóttir
  • 19:30 Rakel Björk syngur falleg jólalög
  • 20 Svala Björgvins og Húbba búbba

En hvað er svo að finna í jólahúsunum í Jólaþorpinu?

  • Náttúruprjón er með fallegar prjónauppskriftir innblásnar af Íslensku náttúrunni. Gjafapakkar með uppskrift og handlituðu gæða garni.
  • is býður upp á handverk frá skapandi Íslendingum.
  • Blueberry er með gullfallegt hátíðarskraut sem gleður bæði auga og sál.
  • Íslensk hollusta, sem fagnar 20 ára afmæli, sýnir vörur úr íslenskum berjum, jurtum og þara.
  • Unicef verður með sannar gjafir í Jólaþorpinu. Táknrænar gjafir sem styrkja hjálparstarf UNICEF.
  • Glinglingjewelry nútímaleg nálgun á perluskartgripum, innblásin frá fjölbreyttum menningarheimum. Bohemian, punk, kitsch og gothic – þú finnur það hjá Glingling!
  • Arena Eco Shop er með fallegar náttúrulegar vörur. Ullarteppi, bývaxkerti, reykelsi, ilmkjarnaolíur, jurtate og fleira. Arena er lífstill.
  • is verður með handtálgaða íslenska fugla – sérhvert stykki unnið af natni og hlýju fyrir unnendur íslenskrar náttúru

Þetta er alls ekki allt, því margt matarkyns verður á boðstólnum:

  • Helvítis býður bragðmiklar sultur og nýjungar úr íslensku hráefni.
  • Matarkompaní verður með villibráð og sósur.
  • Hansen bíður uppá allskonar góðgæti, heitt kakó og pylsur!
  • Sölvanes og Breiðagerði úr Skagafriði. Lífrænt sauðfjárbú og garðyrkjustöð koma með úrval af gæðavörum allt frá lambakjöti yfir í grænmeti, sultur og sölt!
  • Fiskás er með grafinn og reyktann villtan lax, fiskibollur og hrossabjúgu!
  • Lángos vagninn með ungverska rétti.
  • Sauðfjárbúið býður úrval af kofa- og taðreyktu hangikjöti í ýmsum útfærslum, tvíreyktu hangikjöti, kofa- og taðreyktu bjúgu, gröfnum ærvöðva og vönduðu kjötáleggi
  • Turf House með franskar í nýrri og spennandi útfærslu.
  • Í miðjuhúsinu stendur Brikk vaktina en á boðstólnum verður Ali jólapylsa, Brikk jólapungar og Góu heitt súkkulaði svo eitthvað sé nefnt.

Svo allt sætmetið í Jólaþorpinu

  • Churros Wagon býður stökkar og heitar churros.
  • Önnu Konditori gleður með dönskum eplaskífum, smákökum og lagtertum.
  • Ísgerð Hafnarfjarðar verður með jóla- og áramóta ísinn klárann fyrir þig! Toblerone- og oreo-ís eða jafnvel sérlagaður piparkökuís Jólaþorpsins!
Ábendingagátt