Hellisgerði fyllist af álfum um helgina

Fréttir

Skrúðgarðurinn Hellisgerði í Hafnarfirði fyllist af álfum á álfahátíð sem haldin verður um helgina. Hellisgerði hefur í áranna rás verið sérstaklega tengd álfum og til hátíðar um helgina koma álfar umfram þá sem búa í garðinum allt árið um kring. Álfahátíðin hefur verið haldin undanfarin ár og vinsældir hennar vaxið með árunum.

Einstök upplifun álfa og manna í himneska Hellisgerði

Skrúðgarðurinn Hellisgerði í Hafnarfirði fyllist af álfum á álfahátíð
sem haldin verður um helgina. Hellisgerði hefur í áranna rás verið sérstaklega
tengd álfum og til hátíðar um helgina koma álfar umfram þá sem búa í garðinum allt árið um
kring. Álfahátíðin hefur verið haldin undanfarin ár og vinsældir hennar vaxið
með árunum.

Alfahatid2

Gestir hvattir til að mæta í álfabúningum

Margt verður um að vera á álfahátíðinni sem hefst klukkan 14
með sögustund bókaálfs frá Bókasafni Hafnarfjarðar. Dagskrá á sviði hefst kl.
15 og sjá álfarnir Móa og Blómi um að kynna dagskrá. Til hátíðar í ár hafa meðal annars Ávaxtakarfan,
Tónaflóð, Vala Eiríks og Stefán boðað komu sína auk þess sem boðið verður upp á
gong hugleiðslu og andlitsmálun fyrir börnin. Álfadrottning, álfakóngur og
Húlladúllan verða á svæðinu og gleðja menn og álfa á meðan á hátíðarhöldum
stendur. Litla Álfabúðin í Oddrúnarbæ og gróðurhúsin tvö, sem sett voru upp í
garðinum fyrir rétt um ári síðan,  verða opin og hægt að gæða sér á gómsætum veitingum. Hellisgerði er skrúðgarður og útivistarsvæði í
hjarta Hafnarfjarðar sem hefur hin síðustu ár m.a. stimplað sig rækilega inn sem ævintýraland
á aðventunni. Þá hafa ljós og álfar
tekið á móti gestum og gangandi með sannkallaðri ævintýraveröld ljósa og
lystisemda. 

Til hátíðar um helgina eru allir velkomnir og aðgangur ókeypis. 

Ábendingagátt