Hellnahraun 3. áfangi

Fréttir

Deiliskipulagsbreyting

Endurskoðun á deiliskipulagi Hellnahrauns 3.áfanga í Hafnarfirði
Borgahella, Dofrahella, Búðahella, Straumhella 1-8

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 8. janúar 2020 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi þriðja áfanga Hellnahrauns í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða austur hluta svæðisins, þ.e. þann hluta deiliskipulagsins sem innifelur allar lóðir við Borgahellu, Dofrahellu og Búðahellu ásamt lóðunum við Straumhellu 1–8. Samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025 heyrir svæðið til landnýtingarflokks AT3 athafnasvæðis.

Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að lóðum á svæðinu verði fjölgað um 8, byggingarreitir verði stækkaðir, sameining lóða verði heimiluð og að heimilt verði að reisa allt að 12 m. há mannvirki. Nýtingarhlutfall verði óbreytt.  Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði Norðurhellu 2, frá 12.02. til 25.03. 2020. Einnig er hægt er að skoða deiliskipulagstillöguna hér fyrir neðan

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 25.03. 2020.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá umhverfis- og skipulagssviði.

Ábendingagátt