Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Rúmlega 110 fulltrúar barna og ungmenna í 8.-10. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar komu saman á ungmennaþingi Hafnarfjarðar í lok árs 2022. Niðurstöður ungmennaþingsins verða notaðar til að vinna aðgerðaráætlun sem útlistar með skýrum hætti markmið Hafnarfjarðarbæjar og þær aðgerðir sem þörf er á að ráðast í til að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Rúmlega 110 fulltrúar barna og ungmenna í 8.-10. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar komu saman á ungmennaþingi Hafnarfjarðar í lok árs 2022. Hafnarfjarðarbær vinnur markvisst að því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í alla stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélagsins, undir formerkjum verkefnisins barnvæn sveitarfélög og er ungmennaþingið liður í innleiðingunni.
Á þinginu var kallað eftir umræðu og skoðunum á ýmsum málum sem varða hag barna og ungmenna í sveitarfélaginu. Niðurstöður þingsins gefa til kynna að það sé margt sem Hafnarfjarðarbær sé að gera vel en tækifæri séu til umbóta á hinum ýmsu sviðum. Niðurstöðum ungmennaþingins var skipt niður í fjóra flokka: 1) Skólamál, 2) félagslíf og menning, 3) forvarnir og geðheilbrigði og 4) umhverfismál. Í öllum málaflokkum kom fram að börn og ungmenni vilja vera hluti af ákvörðun og vera spurð álits.
Þegar kemur að skólamálum kalla börn og ungmenni eftir aukinni viðveru hjúkrunarfræðing á skólatíma, betri og fjölbreyttari skólamat, að stöðupróf sé í sundi eða að sund verði valgrein þegar komið er upp á unglingastig. Þá kalla börn og ungmenni eftir kennslu og námsefni sem kemur til með að gagnast þeim betur í framtíðinni t.d. fjármálalæsi.
Í flokknum um félagslíf og menningu kom fram að börn og ungmenni eru virkilega ánægð með fjölbreytt íþrótta- og tómstundaval innan bæjarins en kölluðu eftir betri kynningu á því sem er í boði. Kallað var eftir meira fjármagni inn í félagsmiðstöðvar, unglingamiðaðri miðbæ og unglingamiðaðri dagskrá í Bæjarbíó.
Í flokknum um forvarnir og geðheilbrigði kalla börn og ungmenni eftir aukinni fræðslu í skólum. Um er að ræða kyn- og kynjafræðslu, eineltisfræðslu, réttindafræðslu, hinseginfræðslu, fræðslu um rasisma og fordóma, fötlunarfræðslu, umhverfisfræðslu og fræðslu um forvarnir og geðheilbrigði. Þá er kallað eftir því að kyn- og kynjafræðsla sé markvissari og byrji almennt fyrr á skólagöngu barna og að starfsfólk innan skólanna fái almenna fræðslu um ofbeldi og andleg veikindi barna. Einnig var kallað eftir auknu aðgengi og styttri biðtíma til sálfræðings.
Þegar kemur að umhverfsimálum er vert að taka fram að börn og ungmenni eru mjög hrifin af miðbæ Hafnarfjarðar, finnst hann litríkur og fallegur. Fram kom að börn og ungmenni telja mikilvægt að endurskoða leiðarkerfi almenningsvagna þar sem betur sé tekið mið af þörfum barna með tilliti til íþrótta og tómstunda. Einnig telja ungmennin mikilvægt að frítt sé í strætó fyrir börn og ungmenni. Kallað var eftir betri lýsingu víðsvegar um bæinn ásamt fleiri ruslatunnum og flokkunartunnum. Töldu börnin mikilvægt að tryggja að tunnurnar séu tæmdar reglulega og í réttri hæð fyrir börn. Einnig var kallað eftir að leiktæki yrðu betrumbætt, sérstaklega þau sem geta valdið slysahættu.
Niðurstöður ungmennaþingsins verða notaðar til að vinna aðgerðaráætlun sem útlistar með skýrum hætti markmið Hafnarfjarðarbæjar og þær aðgerðir sem þörf er á að ráðast í til að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Börn fá frístundastyrk frá þriggja ára aldri. 10,6 milljarðar verða settir í fjárfestingar. Einnig verður sett fjármagn í uppbyggingu nýs…
Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert til að…
Menntastefna Hafnarfjarðarbæjar var kynnt á starfsdegi astarfsfólks frístundar-, grunnskóla- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þann 14. nóvember. Þátttakendur gátu valið um ólíka…
Ný stefna um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði hefur verið samþykkt af bæjarráði. Stefnan gildir til 2035.
Um 30 útskrifuðust úr Leiðtogaskóla Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Nú hafa 90 stjórnendur bæjarins útskrifast. Kennslan eflir bæjarbraginn.
Mæðgurnar Lára Alda Alexandersdóttir og Silja Þórðardóttir lærðu saman að verða gusumeistarar. Þær nota kraftana í Herjólfsgufunni við Langeyrarmalir.
„Ég finn að Hafnfirðingar eru stoltir af Jólabænum og Jólaþorpinu á Thorsplani,“ segir Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri Jólaþorpsins sem orðið er…
Aron Pálmarsson stendur vaktina í Jólaþorpinu í ár. Hættur í boltanum og kominn í bakkelsið. Hann hlakkar til að hitta…
Mynd með Sveinka, dönsum með VÆB-bræðrum, fáum okkur kakó og góðgæti. Frábært verður að staldra við í glerhúsunum á Thorsplani,…
Fáni Bandalags kvenna í Hafnarfirði var vígður við gleðilega stund í Kiwanishúsinu í gær. Sex kvenfélög eiga aðild að þessum…