HHH hittist í Öldunni á fimmtudögum

Fréttir

Fyrsti hittingur HHH hinsegin ungmenna í 8.-10. bekk verður fimmtudag 23. október kl. 19.30-22 í félagsmiðstöðinni Öldunni, Öldutúnsskóla. HHH er öll fimmtudagskvöld í vetur.

Hinsegin-hittingar í Öldunni í vetur

Fyrsti hittingur hjá HHH verður fimmtudaginn 23. október kl. 19.30-22 í félagsmiðstöðinni Öldunni, Öldutúnsskóla. HHH er öll fimmtudagskvöld í vetur.

Berglind Rún Torfadóttir, deildarstjóri HHH, segir dagskrána fjölbreytta í vetur. Á fyrstu hittingunum verði línurnar fyrir veturinn lagðar. „Það verða spilakvöld, alls konar pool-mót og við förum pottþétt saman í ísferð. Aðallega er starfið til að þétta raðirnar, hitta fólk og fá að vera eins og við erum. Við hvetjum öll til að mæta og bjóðum öll velkomin.“

HHH fyrir 8.-10. bekk

HHH færir sig nú um set úr Setbergsskóla í Öldutúnsskóla. Hittingurinn er hugsaður fyrir ung­menni í 8.-10. bekk sem skilgreina sig hinsegin, á einhvern hátt, eru í hinsegin pælingum og/eða áhugasöm um hin­segin málefni. Markmið starfsins er að ungmennin upplifi sig örugg, velkomin og fái tækifæri til að blómstra í sínu.

„Það skiptir máli að ungmennin sem mæta í HHH standi þétt saman. Okkur er mikið í mun að starf hinsegin ungmenna sé öflugt hér í Hafnarfirði. Það er svo mikilvægt að við eigum vin í hvert öðru,“ segir Berglind sem tekur nú við starfinu í fyrsta sinn.

Virk á samfélagsmiðlum

„Ég hlakka virkilega til vetrarins og er mjög spennt að kynnast öllum,“ segir Berglind og að fræðsla í boði. „Fyrst og fremst erum við að þétta raðirnar; standa ekki ein heldur saman hér í Hafnarfirði.“

HHH er virkt á Instagram. „Það má alltaf senda okkur pósta og fyrirspurnir þar,“ segir Berglind.

Já, tökum þátt og eflum starfið saman.

Ábendingagátt