Hildur Bjarnadóttir ráðin byggingarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar.

Fréttir

Hildur tekur við starfi byggingarfulltrúa í október.

Hildur lauk prófi í arkitektúr frá Southern California Institute of Architecture í Bandaríkjunum árið 1988. Hún er löggiltur hönnuður skv. 25 gr. mannvirkjalaga og hefur mikla reynslu á sviði byggingarframkvæmda.  Hildur hefur starfað bæði sjálfstætt og á stofum sem arkitekt í yfir 20 ár. Hún hefur reynslu af stjórnun og hefur starfað innan stjórnsýslunnar. Hildur starfaði hjá Fasteignamati Ríkisins í nokkur ár og hjá Mannvirkjastofnun um stutt skeið. Hildur er starfandi skipulags- og byggingarfulltrúi Akraneskaupstaðar.

Hildur tekur við starfi byggingarfulltrúa í október.

Við bjóðum Hildi velkomna í hópinn.

Ábendingagátt