Hinsegin hittingur fyrir 13-16 ára heldur áfram í vetur

Fréttir

Hinsegin hittingur Hafnarfjarðar heldur áfram í vetur en slíkir hittingar hófust á vorönn 2022. Hittingurinn fer fram annan hvern fimmtudag frá kl. 19:30 – 22 í Vitanum í Lækjarskóla. Næsti hittingur er fimmtudaginn 29. september. Hittingurinn er hugsaður fyrir ungmenni á aldrinum 13-16 ára sem skilgreina sig hinsegin, á einhvern hátt, eru í hinsegin pælingum, áhugasöm um hinsegin málefni eða langar að koma í félagsmiðstöð þar sem öll börn og ungmenni eru velkomin, með eða án nokkurrar skilgreiningar.

Tengir þú eða þitt ungmenni við hinseginleikann? Komdu fagnandi!

Hinsegin hittingur Hafnarfjarðar heldur áfram í vetur en slíkir hittingar hófust á vorönn 2022. Hittingurinn fer fram annan hvern fimmtudag frá kl. 19:30 – 22 í Vitanum í Lækjarskóla. Næsti hittingur er fimmtudaginn 29. september. Hittingurinn er hugsaður fyrir ungmenni á aldrinum 13-16 ára sem skilgreina sig hinsegin, á einhvern hátt, eru í hinsegin pælingum, áhugasöm um hinsegin málefni eða langar að koma í félagsmiðstöð þar sem öll börn og ungmenni eru velkomin, með eða án nokkurrar skilgreiningar.

@hinseginhittingurhfj á Instagram

Ertu hinsegin, í hinsegin pælingum, áhugasamur/söm/samt um hinsegin málefni og langar að koma í félagsmiðstöð þar sem öll eru velkomin? Stofnuð hefur verið Instagramsíða @hinseginhittingurhfj en þar koma inn ýmsar upplýsingar og annað skemmtilegt efni og við hvetjum ykkur til að fylgja okkur þar.

 

Öruggt umhverfi sem byggir á samveru og jafningjafræðslu

Í hinsegin félagsstarfinu fá ungmennin tækifæri til að hitta aðra í svipuðum sporum í öruggu og hlýlegu umhverfi. Undirliggjandi markmið félagsstarfsins er að ungmennin upplifi sig örugg og velkomin og fái tækifæri til að blómstra í sínu. Starfið byggir að stórum hluta á jafningjafræðslu og að skapa ungu fólki stað þar sem þau upplifa öryggi og fái svigrúm til að vera fyrst og fremst unglingar. Starfið sjálft er að miklu leyti enn óskrifað blað og mótast og þróast með ungmennunum sjálfum.

Ábendingagátt