Hinsegin hittingur Hafnarfjarðar fyrir 13-16 ára

Fréttir

Hinsegin hittingur Hafnarfjarðar hefur göngu sína í dag fimmtudaginn 3. febrúar kl. 19:30 í Vitanum í Lækjarskóla. Hittingurinn er hugsaður fyrir ungmenni á aldrinum 13-16 ára sem skilgreina sig hinsegin, á einhvern hátt, eru í hinsegin pælingum, áhugasöm um hinsegin málefni eða langar að koma í félagsmiðstöð þar sem öll börn og ungmenni eru velkomin, með eða án nokkurrar skilgreiningar. 

Velkomin á hinsegin hitting Hafnarfjarðar annan hvern fimmtudag 

Hinsegin hittingur Hafnarfjarðar hefur
göngu sína í dag fimmtudaginn 3. febrúar kl. 19:30 í Vitanum í Lækjarskóla. Hittingurinn
er hugsaður fyrir ungmenni á aldrinum 13-16 ára sem skilgreina sig hinsegin, á einhvern hátt, eru í hinsegin pælingum, áhugasöm um hinsegin málefni eða langar að koma í félagsmiðstöð þar sem öll börn og ungmenni eru velkomin, með eða án nokkurrar skilgreiningar. Undirbúningur að hittingum í Hafnarfirði kviknaði í kjörfar fyrirspurna frá áhugasömum ungmennum, foreldrum og forráðamönnum. 

HinseginHittingur

Efling á hinsegin starf í Hafnarfirði fyrir yngri hópa 

Fyrirmynd framkvæmdarinnar í Hafnarfirði er Hinsegin félagsmiðstöðin í Reykjavík þar sem hittingar og hópastarf hafa gengið framar vonum. Um 11% þeirra sem sótt hafa starf félagsmiðstöðvarinnar í Reykjavík koma frá Hafnarfirði og getur þessi hópur nú sótt hinsegin félagsstarf í sínum heimabæ. Um nokkurt skeið hefur verið boðið upp á Hinsegin kvöld, annan hvern þriðjudag í ungmennahúsinu Hamrinum, sem ætluð eru 16-25 ára.  Auk þess hefur Bókasafn Hafnarfjarðar staðið fyrir Hinsegin kvöldum sem hugsuð eru fyrir breiðari aldur. 

Öruggt umhverfi sem byggir á samveru og jafningjafræðslu

Í hinsegin félagsstarfinu fá ungmennin tækifæri til að hitta aðra í svipuðum sporum í öruggu og hlýlegu umhverfi. Undirliggjandi markmið félagsstarfsins er að ungmennin upplifi sig örugg og velkomin og fái tækifæri til að blómstra í sínu. Starfið byggir að stórum hluta á jafningjafræðslu og að skapa ungu fólki stað þar sem þau upplifa öryggi og fái svigrúm til að vera fyrst og fremst unglingar. Starfið sjálft er að miklu leyti enn óskrifað blað og mun það mótast og þróast með ungmennunum sjálfum. Þannig munu fyrstu fundirnir einkennast af hugarflugsvinnu og samtali um framhaldið. Hópurinn mun einnig fá það verkefni að aðstoða starfsfólk félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar við að skipuleggja Hinsegin viku í vor, í öllum félagsmiðstöðvum bæjarins, til að fagna fjölbreytileikanum í Hafnarfirði og vekja athygli á málefnum hinsegin ungmenna.

Látum orðið berast! 

Við hvetjum öll áhugasöm ungmenni til að mæta í hinsegin félagsstarf Hafnarfjarðar. 13-16 ára hittast annan hvern fimmtudag kl. 19:30 í Vitanum í Lækjarskóla og 16-25 ára annan hvern þriðjudag í ungmennahúsinu Hamrinum.   

Ábendingagátt