Hirðing jólatrjáa

Fréttir

Dagana 11. – 13. janúar munu starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar annast hirðingu jólatrjáa í bænum. 

Dagana 11. – 13. janúar munu starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar annast hirðingu jólatrjáa í bænum.  Þeir bæjarbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlega beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðarmörk ekki seinna en á þessum dagsetningum.  Jafnframt taka
endurvinnslustöðvar á móti jólatrjám. 

Hin hlið flugeldanna – hreinsun og förgun

Mikið rusl fellur til um áramót þegar tonnum af flugeldum er skotið á loft.  Það er eins í þessu eins og svo mörgu öðru að margar hendur vinna létt verk. Við hvetjum íbúa Hafnarfjarðarbæjar að sýna gott fordæmi, hreinsa upp eftir sig og koma í förgun á næstu endurvinnslustöð. Ef sem flestir gefa sér tíma í það á nýja árinu að fegra nærumhverfi sitt og aðstoða þá komum við bænum í gott horf fljótt og örugglega að áramótunum liðnum.

Ábendingagátt