Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Ása Marin les úr bókinni sinni Hittu mig í Hellisgerði í Hellisgerði kl. 14 á morgun, laugardag. Bókin er ekki fyrsta skáldsaga Ásu Marinar heldur sú fimmta og er skemmtileg rómantísk ljúflestrarbók.
„Mig langaði að skrifa um konu sem væri óvænt ein um jólin og líkaði ekki tilhugsunin um að setjast ein til borðs á aðfangadag,“ segir Ása Marin höfundur rómantísku stefnumótaskáldsögunnar Hittu mig í Hellisgerði. Hún les úr bók sinni í Hellisgerði kl. 14 á morgun, laugardag.
Sagan segir af Snjólaugu sem hefur skapað sínar jólahefðir með dóttur sinni en situr nú ein eftir þegar barnsfaðir hennar býður dótturinni til Tene um jólin. Eftir að hafa legið yfir Netflix og séð hverja einmana sálina á fætur annarri finna ástina í jólamyndum ákveður hún að næla sér í jólakæró.
Ása Marin er hafnfirskur rithöfundur sem nýtir heimabæinn í nýjustu skáldsögu sinni Hittu mig í Hellisgerði. Það er rómantísk saga sem jólabærinn rammar inn. Mynd/Óli Már
Bókin er ekki fyrsta skáldsaga Ásu Marinar heldur sú fimmta. Auk þess hefur hún skrifað eina nóvellu og tvær ljóðabækur. Hún lýsir því hvernig fyrsta uppkastið hafi verið dramatískt, jafnvel þunglyndislegt.
„Ég sá fljótt að það hentaði ekki í miðju skammdeginu og tók meiri Bridget Jones-fíling á söguna,“ segir Ása og brosir.
„Þetta er því skemmtileg ljúflestrarbók. Undirtónninn er einmanaleikinn og hræðslan við hann en það er ekki meginþráðurinn í bókinni,“ segir hún en lætur ekkert uppi um það hvort endirinn sé ánægjulegur eftir stefnumótaævintýri söguhetjunnar. „Það bíður lesandans.“
Ása Marin er, eins að aðalpersóna sögunnar, Hafnfirðingur. Hún hefur búið á Laufvangnum, í Hvömmum, Áslandi og nú aftur í Hvömmunum.
„Og þar sem sagan gerist á aðventunni er tilvalið að jólabærinn rammi söguna inn,“ segir Ása Marín enda koma Hellisgerði, Jólaþorpið og Hjartasvellið við sögu.
Verður bókin að bíómynd? „Það væri óskandi. Ég sé þessa sögu alveg fyrir mér sem bíómynd eða sem þáttaröð,“ segir Ása Marin.
SSH stendur fyrir könnun um heilsu, líðan og velferð ungs fólks frá 16-25 ára. Mismunandi spurningar sem koma m.a. að…
Bergið headspace og Hafnarfjarðarbær hafa starfað náið saman síðan í mars 2021. Samstarfið byggir á ráðgjafaþjónustu til handa ungu fólki…
Hringhús prýðir miðju Thorsplans í fyrsta sinn. Þar verður hægt að gæða sér á kakói, fá sér heitan kaffibolla og…
Evrópska nýtnivikan tók á sig skemmtilegan blæ á leikskólanum Norðurbergi nú í morgun þegar starfsmenn mættu í skiptiflíkum af hver…
Ása Marin er höfundur rómantísku stefnumótaskáldsögunnar Hittu mig í Hellisgerði. Jólabærinn Hafnarfjörður rammar söguna inn.
Keramik Bjarna Sigurðssonar nýtur sín oft í tímaritinu Bo Bedre. Hann hefur haldið í samböndin í Danmörku síðan hann lærði…
Í myrkri sjást gangandi og hjólandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós og mikilvægi endurskinsmerkja því ótvírætt. Hafnarfjarðarbær hvetur…
Stjórn GSÍ hefur heimild til að veita heiðursviðurkenningar til einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og sveitarfélaga sem skarað hafa fram úr með…
Spjall við hina ýmsu rithöfunda og fjölþjóðlegir jólasveinar eru konfektmolar Bókasafns Hafnarfjarðar fyrir þessi jól. Hressandi viðburðir sem gaman er…
Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að setja upp stóru jólagleraugun og senda ábendingu um þau hús,…