Hjallabraut 49 – framlengdur tilboðsfrestur

Fréttir

Tilboðsfrestur í lóðina að Hjallabraut 49 í Hafnarfirði hefur verið framlengdur til og með 23. ágúst.

Tilboðsfrestur í lóðina að Hjallabraut 49 í Hafnarfirði hefur verið framlengdur til kl. 12:00 mánudaginn 23. ágúst.

Uppbygging í grónu hverfi á jaðri útivistarsvæðis við Víðistaðatún

Á lóðinni er heimilt að byggja tvö tveggja hæða raðhús, annað með þremur íbúðum og hitt með fjórum og þrjú einbýlishús á einni hæð. Samtals tíu sérbýli og er gert ráð fyrir einu bílastæði fyrir hvert hús á sameiginlegri lóð. Búið er að marka lágmarksverð í lóðina sem er kr. 98.000.670.- m.v. BVT í júní 2021. Lágmarksverð pr. íbúð í raðhúsi er kr. 8.881.965.- m.v. 155 fm og í einbýlishúsi kr. 11.942.305.- m.v. 185 fm. Tilboð undir lágmarksverði teljast ógild. Tilboðsgjafar eru hvattir til að kynna sér vel öll fyrirliggjandi gögn þ.m.t. deiliskipulag lóðar.

HjallabrautinNyttSvaediHér hefur ný byggð verið teiknuð inn á loftmynd af núverandi svæði. 

Sótt er um lóð á MÍNAR SÍÐUR. Eyðublað er að finna undir: Umsóknir – framkvæmd og skipulag – lóðarumsókn íbúðahúsnæði.

Tilboð í lóð ásamt öllum fylgigögnum þurfa að berast fyrir kl. 12 mánudaginn 23. ágúst 2021. Sama dag á sama tíma verða tilboðin opnuð í bæjarráðssal í Ráðhúsi Hafnarfjarðar.

Ábendingagátt