Hjallabraut 49 – til sölu einstök lóð á einstökum stað

Fréttir

Einstök lóð undir nýja byggð sérbýlishúsa í norðurbæ Hafnarfjarðar er komin í auglýsingu. Staðsetningin er eintök, við norðvestur jaðar Víðistaðatúns sem er vinsælt og fjölskylduvænt svæði með fjölbreyttum möguleikum til útivistar. Á lóðinni er heimilt að byggja þrjú einbýlishús á einni hæð og tvö tveggja hæða raðhús, annað með þremur íbúðum og hitt með fjórum. Samtals tíu sérbýli í skjólsælli og aðlaðandi vistgötu. Stutt er í alla verslun, þjónustu og menningu.

Uppbygging í grónu hverfi á jaðri útivistarsvæðis við
Víðistaðatún

Einstök lóð undir nýja byggð sérbýlishúsa í norðurbæ
Hafnarfjarðar er komin í auglýsingu. Staðsetningin er eintök,
við norðvestur jaðar Víðistaðatúns sem er vinsælt og fjölskylduvænt svæði með
fjölbreyttum möguleikum til útivistar. Á lóðinni er heimilt að byggja þrjú
einbýlishús á einni hæð og tvö tveggja hæða raðhús, annað með þremur íbúðum og
hitt með fjórum. Samtals tíu sérbýli í skjólsælli og aðlaðandi vistgötu. Stutt
er í alla verslun, þjónustu og menningu.

HjallabrautinNyttSvaediHér hefur ný byggð verið teiknuð inn á loftmynd af núverandi svæði. 

Í árslok 2014 var settur á laggirnar faglegur starfshópur
til að meta þéttingarmöguleika innan bæjarins í þegar byggðum hverfum. Umrætt
svæði í norðvesturhorni Víðistaðatúns er eitt þeirra svæða sem starfshópurinn
benti á sem mögulegt svæði til uppbyggingar. Nýja byggðin er að meginhluta
staðsett þar sem núverandi mön er meðfram Hjallabraut. Búið er að marka
lágmarksverð í lóðina kr. 98.000.670. Lágmarksverð pr. íbúð í raðhúsi er kr.
8.881.965.- m.v. 155 fm og í einbýlishúsi kr. 11.942.305.- m.v. 185 fm. Tilboð
í lóð ásamt öllum fylgigögnum þurfa að berast fyrir kl. 13 föstudaginn 6. ágúst
2021. Sama dag á sama tíma verða tilboðin opnuð í bæjarráðssal í Ráðhúsi
Hafnarfjarðar.

UPPFÆRT6. ágúst: Tilboðsfrestur hefur verið framlengdur til kl. 12:00 mánudaginn 23. ágúst

Ítarlegri upplýsingar um Hjallabraut 49 

Ábendingagátt