Hjarta Hafnarfjarðar ekki verið stærra en í ár

Fréttir

Ríflega 40 þúsund gestir heimsóttu bæjar- og tónlistarhátíðina Hjarta Hafnarfjarðar sem stóð yfir í sex vikur, frá júnílokum fram í ágúst. Rétt um tvö hundruð listakonur og menn komu fram á hátíðinni, allt frá trúbadorum til vinsælustu hljómsveita landsins.

Harta Hafnarfjarðar sló sem aldrei fyrr!

Miðbærinn hefur nú fengið sinn fyrri brag og tjöldin fyrir Hjarta Hafnarfjarðar verið felld. Ríflega 40 þúsund gestir heimsóttu bæjar- og tónlistarhátíðina Hjarta Hafnarfjarðar sem stóð yfir í sex vikur, frá júnílokum fram í ágúst.

Rétt um tvö hundruð listakonur og menn komu fram á hátíðinni, allt frá trúbadorum til vinsælustu hljómsveita landsins. Hátíðin hefur vaxið og dafnað á þeim átta árum sem hún hefur verið haldin. Fyrsta árið, 2017, mættu 1.500 gestir.

Tónlistin ómaði frá hjartanu

Páll Eyjólfsson í Bæjarbíói segir nokkuð hafa verið um nýjungar á hátíðinni í ár, eins og svokölluð hamingjustund í útitjaldinu þar sem haldin voru pub quiz, partýbingó og túbadorar stigu fram. „Svona stórt verkefni verður ekki til án lykilfólks á svæðinu,“ segir Páll í frétt á Facebook-síðu Hjarta Hafnarfjarðar.

„Gleði og prúðmennska,“ segir hann við vef Hafnarfjarðarbæjar. „Við erum þakklát fyrir allan þann fjölda fólk sem gaf sér tíma til að koma til okkar á þessum sex vikum sem hátíðin var haldin.“

Fjórði hjartasteininn lagður

Gleðin spilaði svo sannarlega stórt hlutverk á hátíðinni. Þá var fjórði hjartasteinninn afhjúpaður. Magnús Kjartansson á nú sinn stein fyrir framan Bæjarbíó, rétt eins og Laddi, Guðrún Helgadóttir og Björgvin Halldórsson.

Já, Hjarta Hafnarfjarðar stækkaði heldur betur í sumar.

Ábendingagátt