„Hjarta hverfisins“ 20 ára

Fréttir

Hraunvallaskóli fagnaði 20 ára afmæli í gær samhliða vorhátíð foreldrafélagsins, sem var frestað í vor vegna veðurs. Sólin skein og brosin sem frosin á andlitum barnanna. Þetta var fyrsti viðburðurinn af mörgum til að fagna afmælinu.

Hraunvallaskóli 20 ára

Kátt var í Hraunvallaskóla á tuttugu ára afmælinu í gær. Foreldrar, nemendur, kennarar og nágrannar hittust og fögnuðu saman.

„Þegar horft er til baka á þessa tvo áratugi má með sanni segja að Hraunvallaskóli sé hjarta hverfisins,“ segir Valdimar Víðisson bæjarstjóri sem fagnaði 20 árunum í gær. Skólinn sé einstakur fyrir öflugt foreldrasamstarf.

Vorhátíð að hausti

Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, skólastjóri Hraunvallaskóla síðustu 14 ár, segir hátíðina í gær hafa heppnaðist virkilega vel.

„Þetta var fyrsti viðburðurinn af mörgum sem verða í vetur í til að fagna 20 ára afmæli skólans,“ segir hann. „Já, 20 ár – fljót að líða,“ segir hann við vefinn. Hann hefur sem skólastjóri fylgst með skólanum vaxa og dafna. Foreldrafélag skólans hélt samhliða vorhátíðina sína sem frestaðist í vor. Stemningin var frábær, hoppikastalar, andlitsmálning, götubitinn og VÆB-bræður römmuðu hátíðina inn.

Lars segir að á þessum fjórtán árum hafi skólastarfið tekið miklum breytingum. „Við fórum upp í 900 nemendur þegar mest var en þeir voru 400 þegar ég hóf störf. Núna erum við aftur komin í 500 nemendur,“ lýsir Lars, Skarðshlíðaskóli og nú Hamravallaskóli hafi áhrif auk þess sem hverfið sé að eldast „Við erum búin að endurfæðast tvisvar ef ekki þrisvar,“ segir hann.

Sterkt samfélag á Völlunum

Valdimar segir samfélagið á Völlunum sterkt, gaman hafi verið að taka þátt í hátíðinni með nemendum, starfsfólki, foreldrum og öðrum íbúum.

„Fólkið á Völlunum hefur tekið virkan þátt í að byggja upp hverfið, ekki bara með húsum og götum, heldur með því að skapa samfélag sem einkennist af samstöðu, samvinnu og jákvæðni,“ sagði hann og að hann sjái fyrir sér að Hraunvallaskóli verði áfram sú öfluga stoð sem hann hefur verið í hverfinu frá upphafi.

„Til hamingju Hraunvallaskóli og til hamingju Vellirnir!“

 

Ábendingagátt