Hjarta Hafnarfjarðar og Hafnarborg í bleiku ljósi

Fréttir

Bleikur október er genginn í garð. Hafnarfjarðarbær hefur í gegnum árin sýnt átakinu stuðning með því að lýsa upp falleg hús, verk eða veggi í bleikum lit. Í ár urðu hjarta Hafnarfjarðar við enda Strandgötunnar og Hafnarborg fyrir valinu. 

Bleikur október er genginn í garð. Hafnarfjarðarbær hefur í gegnum árin sýnt átakinu stuðning með því að lýsa upp falleg hús, verk eða veggi í bleikum lit. Í ár urðu hjarta Hafnarfjarðar við enda Strandgötunnar og Hafnarborg fyrir valinu. 

Bleika slaufan – átaksverkefni Krabbameinsfélagsins

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein íslenskra kvenna. Á aðeins 50 árum hafa lífslíkur kvenna tvöfaldast og dánartíðni lækkað um 35%. Krabbameinsrannsóknir eru forsenda þessara framfara og því mikilvægt að gera enn betur og halda áfram að vinna að framförum. Allur ágóði Bleiku slaufunnar 2020 rennur til krabbameinsrannsókna en bleika slaufan er alþjóðlegt tákn brjóstakrabbameins.

Taktu föstudaginn 16. október frá!

Hinn eiginlegi bleiki dagur verður föstudagurinn 16.október og verður allt starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar verða hvatt til að klæðast bleiku þann daginn og það helst frá toppi til táar. Íbúar Hafnarfjarðar, stórir sem smáir, eru einnig hvattir til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma þann daginn svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning samfélagsins og samstöðu.

Allar nánari upplýsingar um átakið er að finna á vef Bleiku slaufunnar

Ábendingagátt