Hjartasteinn í minningu Guðrúnar Helgadóttur

Fréttir

Hjartasteinn í minningu Guðrúnar Helgadóttur var í dag lagður í hjarta Hafnarfjarðar fyrir framan Bæjarbíó. Hugmynd að fallegum virðingarvotti og minnisvarða kviknaði fyrst í samtali við höfundinn sjálfan í kjölfar þess að hún var heiðruð í Hafnarfirði fyrir ritverk hennar og framlag til íslenskrar menningar í tengslum við Bóka- og bíóhátíð barnanna 2018. Guðrúnu og fjölskyldu leist vel á hugmyndina og nú hefur hjartasteinn til minningar um einn ástsælasta og vinsælasta rithöfund okkar tíma verið afhjúpaður. Guðrún kvaddi þann 23. mars síðastliðinn.

Fjölskylda Guðrúnar afhjúpar minnisvarða í hjarta Hafnarfjarðar

Hjartasteinn í minningu Guðrúnar Helgadóttur var í dag lagður í hjarta Hafnarfjarðar fyrir framan Bæjarbíó. Hugmynd að fallegum virðingarvotti og minnisvarða kviknaði fyrst í samtali við höfundinn sjálfan í kjölfar þess að hún var heiðruð í Hafnarfirði fyrir ritverk hennar og framlag til íslenskrar menningar í tengslum við Bóka- og bíóhátíð barnanna 2018. Guðrúnu og fjölskyldu leist vel á hugmyndina og nú hefur hjartasteinn til minningar um einn ástsælasta og vinsælasta rithöfund okkar tíma verið afhjúpaður. Guðrún kvaddi þann 23. mars síðastliðinn. 

Hjartasteinn1

Fjölskylda Guðrúnar Helgadóttur afhjúpar hjartastein í hjarta Hafnarfjarðar í minningu hennar. 

Konan og bræðurnir sem þjóðin hefur lært að elska

Hafnfirðingurinn Guðrún Helgadóttir rithöfundur hefur skapað sögupersónur sem þjóðin hefur lært að elska í gegnum árin eins og Pál Vilhjálmsson og tvíburabræðurna Jón Odd og Jón Bjarna. Með sköpun sinni og einlægni í skrifum náði hún að vekja einskæran áhuga barna og ungmenna á að sökkva sér í ævintýraheim lesturs og upplifunar. Skáldverk Guðrúnar telja á þriðja tug og hafa bækur hennar verið gefnar út á ýmsum tungumálum. Sögusvið nokkurra bóka hennar hefur verið í Hafnarfirði og þá meðal annars tengt æskuheimili fjölskyldunnar á Jófríðarstaðaveginum.

Hjartsteinn3Gunnar Helgason rithöfundur las upp úr bókinni Jón Oddur& Jón Bjarni við hlýlega og látlausa athöfn í Bæjarbíói. 

IMG_3735Björn Thoroddsen bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2022 lék nokkur vel valin lög fyrir gesti og fjölskyldu Guðrúnar. 

Myndin – Jón Oddur & Jón Bjarni – sýnd á stjóra tjaldinu í tilefni afhjúpunar

Nánasta fjölskylda Guðrúnar var viðstödd afhjúpun hjartasteinsins við hlýlega og látlausa athöfn. Fjölskyldan sótti í framhaldinu fjölskyldusýningu í Bæjarbíói þar sem myndin – Jón Oddur og Jón Bjarni – var sýnd á stóra tjaldinu. Bókin um tvíburana er ein vinsælasta barnabók sem gefin hefur verið út á Íslandi. Sagan var frumraun Guðrúnar og fyrir hana hlaut hún Norrænu barnabókaverðlaunin. Kvikmyndin um Jón Odd & Jón Bjarna eftir Þráin Bertelsson er gerð eftir samnefndri sögu Guðrúnar. Myndin var fyrsta kvikmynd Þráins í fullri lengd frumsýnd 26. desember 1981. Fyrir er hjartasteinn til heiðurs Björgvini Halldórssyni tónlistarmanni og bæjarlistamanni Hafnarfjarðar sem lagður var í lok árs 2019.

Ábendingagátt