Hjartasvellið fyrir framan Bæjarbíó opnar 10. nóvember

Fréttir

Í nóvember og desember mun Hafnarfjarðarbær í samvinnu við Bæjarbíó starfrækja Hjartasvellið, 200 fermetra skautasvell fyrir ungt fólk á öllum aldri. Svellið var opnað á aðventunni í fyrra og komu fjölmargir og nutu samveru á skautum í hjarta Hafnarfjarðar.

Skautasvell í hjarta Hafnarfjarðar frá 10. nóvember til 30. desember 2022

Í nóvember og desember mun Hafnarfjarðarbær í samvinnu við Bæjarbíó starfrækja Hjartasvellið, 200 fermetra skautasvell fyrir ungt fólk á öllum aldri. Svellið var opnað á aðventunni í fyrra og komu fjölmargir og nutu samveru á skautum í hjarta Hafnarfjarðar. Hjartasvellið verður í ár staðsett beint á móti Bæjarbíó fyrir utan Bókasafn Hafnarfjarðar. Þessi staðsetning mun tengja mjög skemmtilega saman Jólaþorpið í miðbænum og ljósadýrðina í Hellisgerði. Svo er tilvalið að skella sér á Bókasafn Hafnarfjarðar eftir skautaferðina, ylja sér og glugga í bók.


Hjartasvellið verður opið frá 10. nóvember – 30. desember

100% vistvænt og 100% skemmtilegt

Hjartasvellið er 100% vistvænt þar sem hvorki vatn né rafmagn er notað til að frysta það. Svellið er byggt á sérhönnuðum gerviísplötum sem hafa sömu eiginleika og venjulegur ís sem býður uppá frábæra afþreyingu, upplifun og hreyfingu fyrir alla fjölskylduna. Skautaferðirnar eru þegar komnar í sölu á tix.is og innifalin er leiga á skautum og hjálmi. Ferðir kl. 15 á fimmtudögum og föstudögum eru fríar en alltaf þarf að panta ferðina á tix.is

Hjartasvellið verður opið sem hér segir

  • Fimmtudaga frá kl. 15-21
  • Föstudaga frá kl. 15-21
  • Laugardaga frá kl. 12-21
  • Sunnudaga frá kl. 12-19

Fyrirkomulagið er einfalt:

  • Þú pantar þína skautaferð og skauta á hjartasvellid.is og www.tix.is (eingöngu er hægt að tryggja sér skautaferðina með því að kaupa miða fyrirfram á netinu)
  • Hver skautaferð er 40 mín og hefst á heila tímanum
  • Mikilvægt er að mæta tímanlega til að forðast raðir
  • Frítt er á svellið alla fimmtudaga og föstudaga kl 15 (það þarf samt að panta)
  • Hægt er að kaupa allt að átta ferðir á 3.600 kr í sérstökum fjölskyldupakka og reiknast afslátturinn í körfunni sjálfkrafa

Langar þig að vinna á Hjartasvellinu eða þekkir þú einhvern áhugasaman?

Leit stendur yfir að ungu fólki á aldrinum 18-25 ára til að vinna við Hjartasvellið á aðventunni. Unnið er á tvískiptum 4 – 5 klukkustunda vöktum. Ef þú ert með góða þjónustulund og hefur gaman af því að vera í skapandi og skemmtilegu umhverfi þá er þetta starf fyrir þig. Bæjarbíó er áhugaverður og viðburðarríkur vinnustaður. Umsóknir eiga að berast á netfangið: starf@bbio.is með upplýsingum um nafn, aldur og fyrri störf.

Ábendingagátt