Hjartasvellið opnar um miðjan desember

Fréttir

Í desember og fram í janúar mun Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Bæjarbíó setja upp 200 fermetra skautasvell sem hefur fengið nafnið Hjartasvellið og verður staðsett á bílastæðinu beint fyrir aftan Bæjarbíó. Hjartasvellið verður frábær afþreying, upplifun og hreyfing fyrir Hafnfirðinga og gesti jólabæjarins Hafnarfjarðar sem mun tengja enn betur saman Jólaþorpið í miðbænum, veitingahús og verslanir í hjarta Hafnarfjarðar og ljósadýrðina í Hellisgerði sem sló í gegn í fyrra.

Hjartasvellið verður opnað formlega 11. desember ef allt gengur að óskum 

Í desember og fram í janúar mun Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Bæjarbíó setja upp 200 fermetra skautasvell sem hefur fengið nafnið Hjartasvellið og verður staðsett á bílastæðinu beint fyrir aftan Bæjarbíó. Hjartasvellið verður frábær afþreying, upplifun og hreyfing fyrir Hafnfirðinga og gesti jólabæjarins Hafnarfjarðar sem mun tengja enn betur saman Jólaþorpið í miðbænum, veitingahús og verslanir í hjarta Hafnarfjarðar og ljósadýrðina í Hellisgerði sem sló í gegn í fyrra.

Umhverfisvænt svell í einstöku umhverfi – í hjarta Hafnarfjarðar 

Hjartasvellið er 100% umhverfisvænt þar sem hvorki vatn né rafmagn er notað til að frysta svellið. Svellið er byggt á sérhönnuðum ísplötum sem hafa sömu eiginleika og venjulegur ís og hægt er að nota alla skauta nema listdansskauta sem eru með tennur að framan.

Helstu upplýsingar 

  • Miðað er við að Hjartasvellið opni laugardaginn 11. desember – verður auglýst um leið og dagsetning liggur fyrir 
  • Svellið verður opið frá kl. 14 -20 alla daga (utan stórhátíðardaga)
  • Hver skautaferð er 50 mín og hefst á heila tímanum
  • Skautaferð er bókuð á tix.is – Hjartasvellið – einnig er hægt að panta skauta fyrir þá sem ekki eiga skauta. Opnað verður fyrir bókanir um leið og opnunardagsetning liggur fyrir  
  • Þeir sem ekki eiga skauta geta leigt skauta á svæðinu eða um leið og skautaferðin er bókuð á tix.is – Hjartasvellið
  • Þeir sem koma með eigin skauta þurfa að láta skerpa þá á svæðinu.
  • Minnum fólk á að koma tímanlega til að forðast raðir
  • Boðið verður upp á heitt kakó og rjóma, safa og léttar veitingar við svellið

Komdu og dragðu djúpt andann á skautum í hjarta Hafnarfjarðar!  

Ábendingagátt