Hlaðvarpið VITINN – Bjartir dagar í allt sumar

Fréttir

Tryggvi Rafnsson og Andri Ómarsson fara í þættinum yfir hvernig hátíðinni Björtum dögum verður háttað í sumar ásamt því að ræða sérstaklega örstyrki sem hægt er að sækja um til þess að halda viðburði og uppákomur um allan bæ í sumarið 2021. 

Vitinn, hlaðvarp Hafnarfjarðarbæjar, hefur lengið í dvala samhliða samkomutakmörkunum en með hækkandi sól og aukinni von um frekari afléttingar þá heldur vegferð Vitans áfram. Vitinn er áhugaverð og spennandi leið í upplýsingagjöf til íbúa og allra þeirra sem áhugasamir eru um sveitarfélagið, viðfangsefni þess, verkefni og þjónustu. Hlaðvarpið opnar á ítarlegri umfjöllun um einstaka verkefni, þjónustu og mál sem eru mikið í umræðunni hverju sinni. 

Bjartir dagar verða hattur fjölbreyttra hátíðarhalda í Hafnarfirði  

Menningarhátíðin Bjartir dagar verður haldin í Hafnarfirði í allt sumar. Hátíðin mun verða hattur fjölbreyttra hátíðarhalda vítt og breytt um bæinn, sem gleðja mun bæjarbúa og gesti bæjarins og endurspegla allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði. Í venjulegu ári stendur þessi fyrsta bæjarhátíð landsins yfir í fimm daga en ákveðið hefur verið að hátíðin, sem hófst síðasta vetrardag með vali á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar, afhendingu menningarstyrkja og sumarsöng nemenda, standi yfir í allt sumar. Fjármagn til frumkvæðisverkefna hefur verið aukið og allir áhugasamir hvattir til að sækja um örstyrki til viðburða og skemmtunar á Björtum dögum sumarið 2021.

Tryggvi Rafnsson og Andri Ómarsson fara, í þessum fyrsta þætti eftir hlé, yfir hvernig hátíðinni verður háttað í sumar ásamt því að ræða sérstaklega örstyrkina sem hægt er að sækja um til þess að halda viðburði og uppákomur um allan bæ í sumar.

Facebooksíða Bjartra daga í Hafnarfirði 

Örstyrkir til verkefna á Björtum dögum í allt sumar – umsóknarfrestur er 15. maí 

Hægt er að nálgast þætti Vitans á vef Hafnarfjarðarbæjar en einnig á hlaðvarpsveitum á borð við Spotify , Simplecast og Podcast Addict.

Ábendingagátt