Hlaðvarpið VITINN – nýr þáttur er kominn í loftið!

Fréttir

Nýr þáttur Vitans er kominn í loftið. Í þessum þætti ræðir Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs við Ægir Örn Sigurgeirsson deildarstjóra stoðdeildar í málefnum hælisleitenda og flóttafólks. Ægir veitir hlustendum innsýn í sína eigin sögu og bakgrunn og fjallar um þau verkefni sem hann og samstarfsfélagar hans sinna á degi hverjum og snúa að málefnum flóttafólks og hælisleitenda í Hafnarfirði.

Nýr þáttur Vitans er kominn í loftið. Í þessum þætti ræðir Sigurjón
Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs við Ægi Örn Sigurgeirsson deildarstjóra  stoðdeildar í málefnum hælisleitenda og flóttafólks í Hafnarfirði.  Ægir veitir hlustendum innsýn í sína eigin
sögu og bakgrunn og fjallar um þau verkefni sem hann og samstarfsfélagar hans
sinna á degi hverjum og snúa að málefnum flóttafólks og hælisleitenda. 

Hægt er að hlusta á þáttinn HÉR

Með
samningum við Útlendingastofnun hefur sveitarfélagið tekið að sér þjónustu á
meðal annars þeim hópi einstaklinga og fjölskyldna sem bíða úrlausnar sinna
mála hér á landi samhliða því að veita alla viðeigandi þjónustu til þeirra flóttafjölskyldna
sem sest hafa að í Hafnarfirði. Þjónustan felur m.a. í sér að tryggja viðkomandi
fæði og húsnæði, félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og túlkaþjónustu og er í
þessum samhengi sérstaklega hugað að þjónustu fyrir börnin. Samhliða úthugsar
sveitarfélagið leiðir, vettvang og tækifæri fyrir einstaklingana og
fjölskyldurnar til að kynnast íbúum og staðháttum í Hafnarfirði og þeirri
þjónustu og afþreyingu sem stendur til boða í nærsamfélaginu, s.s. bókasafn og
sundlaugar.

Viðtöl við áhugaverða
einstaklinga sem starf í þágu sveitarfélagsins

Í Vitanum er spjallað við áhugaverða einstaklinga sem starfa
í þágu bæjarins. Þannig er tekin fyrir þjónusta sveitarfélagsins, áhugaverð
þróunarverkefni og viðfangsefni á fjölbreyttu sviði. Hlaðvarpið opnar á
ítarlegri umfjöllun um einstaka verkefni, þjónustu og mál sem eru mikið í
umræðunni hverju sinni. Hægt er að nálgast alla þætti Vitans HÉR en einnig á
hlaðvarpsveitum á borð við Spotify , Simplecast og Podcast Addict. Unnið er að
því að gera Vitann aðgengilegan á fleiri veitum.

Þáttur #4: Ægir Örn,deildarstjóri stoðdeildar í málefnum hælisleitenda og flóttafólks

Í þessum þætti kynnumst við málefnum hælisleitenda og
flóttafólks hjá Hafnarfjarðarbæ. Einnig kynnumst við starfsmanninum Ægi Erni
Sigurgeirssyni sem gegnir stöðu deildarstjóra stoðdeildar í málefnum
hælisleitenda og flóttafólks. Ægir er litríkur karakter og hefur mjög
áhugaverðar sögur að segja frá sínum uppvexti, erfiðri lífsreynslu, skólagöngu,
lífi bakarans, kennarans, félagsráðgjafans, handboltadómarans og skýrum
markmiðum sem hann hefur sett sér í lífi og starfi.

Upptökudagur: 20. september
2019.

Ábendingagátt