Hlaðvarpið VITINN – nýr þáttur er kominn í loftið

Fréttir

Nýr þáttur Vitans er kominn í loftið. Í þessum þætti tekur Árdís Ármannsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, fyrir skipulagsmálin í Hafnarfirði og ræðir við þau Gunnþóru Guðmundsdóttur arkitekt og Þormóð Sveinsson skipulagsfulltrúa sem lifa og starfa í því umhverfi alla daga. 

Nýr þáttur Vitans er kominn í loftið. Í þessum þætti tekur Árdís Ármannsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, fyrir skipulagsmálin í Hafnarfirði og ræðir við þau Gunnþóru Guðmundsdóttur arkitekt og Þormóð Sveinsson skipulagsfulltrúa sem lifa og starfa í því umhverfi alla daga. Á sama tíma og skipulagsmál geta verið skapandi og skemmtileg þá geta þau líka verið margslungin og flókin og í þessum tvískipta þætti reyna sérfræðingar sveitarfélagsins í málaflokknum að varpa ljósi á ferli skipulagsmála, útskýra þessi orð sem notuð eru þegar skipulagsmál eru rædd ásamt því að taka fyrir þau svæði sem eru í uppbyggingu og endurskoðun. 

Hlusta á þáttinn 

Viðtöl við áhugaverða einstaklinga sem starf í þágu sveitarfélagsins

Í Vitanum er spjallað við áhugaverða einstaklinga sem starfa í þágu bæjarins. Þannig er tekin fyrir þjónusta sveitarfélagsins, áhugaverð þróunarverkefni og viðfangsefni á fjölbreyttu sviði. Hlaðvarpið opnar á ítarlegri umfjöllun um einstaka verkefni, þjónustu og mál sem eru mikið í umræðunni hverju sinni. Hægt er að nálgast alla þætti Vitans HÉR en einnig á hlaðvarpsveitum á borð við Spotify , Simplecast og Podcast Addict. Unnið er að því að gera Vitann aðgengilegan á fleiri veitum.

ThormodurGunnthora Þáttur #5: Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt og Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi

Í þessum þætti er spjallað við tvo af þeim starfsmönnum sem standa í brú skipulagsmála hjá Hafnarfjarðarbæ á degi hverjum. Skipulagsmál geta í eðli sínu verið flókin í undirbúningi og framkvæmd á sama tíma og þau geta verið afar skemmtileg og skapandi. Gunnþóra og Þormóður segja hér frá sjálfum sér, áhugamálum sínum og framtíðardraumum ásamt því að reyna að útskýra á mannamáli út á hvað skipulagsmál ganga. Hvað er aðalskipulag? Hvað er deiliskipulag? Hvað er forskrift? Og hvernig tengist þetta allt saman?  Hvar er uppbygging að eiga sér stað? Hvaða svæði hafa verið skilgreind sem þéttingarsvæði og afhverju?  Þetta og margt fleira í þessum áhugaverða þætti um skipulagsmálin í Hafnarfirði.  Hlusta á þáttinn 

Upptökudagur: 27. september 2019.

Ábendingagátt