Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Nýr þáttur Vitans er kominn í loftið. Í þessum þætti tekur Árdís Ármannsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, fyrir skipulagsmálin í Hafnarfirði og ræðir við þau Gunnþóru Guðmundsdóttur arkitekt og Þormóð Sveinsson skipulagsfulltrúa sem lifa og starfa í því umhverfi alla daga.
Nýr þáttur Vitans er kominn í loftið. Í þessum þætti tekur Árdís Ármannsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, fyrir skipulagsmálin í Hafnarfirði og ræðir við þau Gunnþóru Guðmundsdóttur arkitekt og Þormóð Sveinsson skipulagsfulltrúa sem lifa og starfa í því umhverfi alla daga. Á sama tíma og skipulagsmál geta verið skapandi og skemmtileg þá geta þau líka verið margslungin og flókin og í þessum tvískipta þætti reyna sérfræðingar sveitarfélagsins í málaflokknum að varpa ljósi á ferli skipulagsmála, útskýra þessi orð sem notuð eru þegar skipulagsmál eru rædd ásamt því að taka fyrir þau svæði sem eru í uppbyggingu og endurskoðun.
Hlusta á þáttinn
Viðtöl við áhugaverða einstaklinga sem starf í þágu sveitarfélagsins
Í Vitanum er spjallað við áhugaverða einstaklinga sem starfa í þágu bæjarins. Þannig er tekin fyrir þjónusta sveitarfélagsins, áhugaverð þróunarverkefni og viðfangsefni á fjölbreyttu sviði. Hlaðvarpið opnar á ítarlegri umfjöllun um einstaka verkefni, þjónustu og mál sem eru mikið í umræðunni hverju sinni. Hægt er að nálgast alla þætti Vitans HÉR en einnig á hlaðvarpsveitum á borð við Spotify , Simplecast og Podcast Addict. Unnið er að því að gera Vitann aðgengilegan á fleiri veitum.
Þáttur #5: Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt og Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
Í þessum þætti er spjallað við tvo af þeim starfsmönnum sem standa í brú skipulagsmála hjá Hafnarfjarðarbæ á degi hverjum. Skipulagsmál geta í eðli sínu verið flókin í undirbúningi og framkvæmd á sama tíma og þau geta verið afar skemmtileg og skapandi. Gunnþóra og Þormóður segja hér frá sjálfum sér, áhugamálum sínum og framtíðardraumum ásamt því að reyna að útskýra á mannamáli út á hvað skipulagsmál ganga. Hvað er aðalskipulag? Hvað er deiliskipulag? Hvað er forskrift? Og hvernig tengist þetta allt saman? Hvar er uppbygging að eiga sér stað? Hvaða svæði hafa verið skilgreind sem þéttingarsvæði og afhverju? Þetta og margt fleira í þessum áhugaverða þætti um skipulagsmálin í Hafnarfirði. Hlusta á þáttinn
Upptökudagur: 27. september 2019.
Félagsskapur Karla í skúrnum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…