Hlaðvarpið VITINN – nýr þáttur er kominn í loftið

Fréttir

Í þessum þætti Vitans er rætt við Önnu Báru Gunnarsdóttir, deildarstjóra þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar. Anna Bára er lykilmanneskja í þjónustu bæjarins og fáir sem hafa betri sýn á þjónustu við íbúa og gesti. Hún veitir okkur innsýn í dagleg verkefni og hvernig þjónusta bæjarins hefur þróast sl. 15 ár og skemmtilegar sögur af samskiptum við íbúa.

Nýr þáttur Vitans er kominn í loftið. Í þessum þætti spjallar Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, við Önnu Báru Gunnarsdóttur deildarstjóra þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar.  Anna Bára og hennar starfsfólk standa í framlínusveit Hafnarfjarðarbæjar og þjónusta gesti af öllum þjóðernum í mismunandi erindagjörðum alla virka daga og það í gegnum margar mismunandi þjónustuleiðir. Góð þjónusta við íbúa og aðra er Önnu Báru og hennar teymi mjög hugleikin.  

Hlusta á þáttinn

Viðtöl við áhugaverða einstaklinga sem starf í þágu sveitarfélagsins

Í Vitanum er spjallað við áhugaverða einstaklinga sem starfa í þágu bæjarins. Þannig er tekin fyrir þjónusta sveitarfélagsins, áhugaverð þróunarverkefni og viðfangsefni á fjölbreyttu sviði. Hlaðvarpið opnar á ítarlegri umfjöllun um einstaka verkefni, þjónustu og mál sem eru mikið í umræðunni hverju sinni. Hægt er að nálgast alla þætti Vitans HÉR en einnig á hlaðvarpsveitum á borð við Spotify , Simplecast og Podcast Addict. Unnið er að því að gera Vitann aðgengilegan á fleiri veitum.

Þáttur #6: Anna Bára Gunnarsdóttir, deildarstjóri þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar

Hér er rætt við Önnu Báru Gunnarsdóttir, deildarstjóra þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar. Anna Bára er lykilmanneskja í þjónustu bæjarins og fáir sem hafa betri sýn á þjónustu við íbúa og gesti bæjarins. Hún veitir okkur innsýn í dagleg verkefni og hvernig þjónusta bæjarins hefur þróast sl. 15 ár og skemmtilegar sögur af samskiptum við íbúa. Anna Bára er búsett í Hafnarfirði en ólst upp í Keflavík og segir okkur frá uppvexti sínum þar, áhugamálum og fjölskyldu. Hún er hlaupakona, prjónakona og mikil fjölskyldumanneskja sem sinnir barnabörnum og vinnur með Oddfellow í sínum frítíma.

Upptökudagur: 4. október 2019

Ábendingagátt