Ástríða og öflugt samstarf er lykill að árangri

Fréttir

Í framsæti Vitans að þessu sinni situr Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðarbæjar eða Fanney fræðslustjóri eins og hún er jafnan kölluð. Fanney er að eigin sögn lítil, dökkhærð, snaggaraleg og snarvirk 45 ára íslensk sveitastelpa sem brennur fyrir uppeldis- og menntamálum og hefur starfað innan málaflokksins allt sitt líf. 

Umsjónarmenn Vitans, hlaðvarps Hafnarfjarðarbæjar halda áfram vegferð sinni um sveitarfélagið og taka til sín í spjall samstarfsfélaga sem hafa reynslu og fagkunnáttu á fjölþættu sviði í fjölbreyttri starfsemi sveitarfélagsins.  Nýr þáttur hefur nú um sex vikna skeið verið settur í loftið vikulega í vikulok og nú er sá sjöundi kominn í loftið! Í þessum þætti spjallar Árdís Ármannsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, við Fanneyju D. Halldórsdóttur, sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðarbæjar. Fanney hefur um langt skeið starfað á sviði uppeldis- og menntamála, fyrst á Suðurnesjunum og nú sem fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar. Hún hefur sinnt fjölmörgum verkefnum innan skólasamfélagsins og hefur innihaldsríka og áhugaverð sýn á skólastarfið heilt yfir. 

Þáttur #7: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs

Í framsæti Vitans að þessu sinni situr Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðarbæjar eða Fanney fræðslustjóri eins og hún er jafnan kölluð. Fanney er að eigin sögn lítil, dökkhærð, snaggaraleg og snarvirk 45 ára íslensk sveitastelpa sem alin er upp á Suðurnesjunum og býr þar enn í dag. Í þessum þætti segir hún m.a. frá þeirri ást og kærleik sem býr í nafninu hennar og frá hennar helstu ástríðu sem snýr að uppeldis- og menntamálum. Fanney kom til starfa hjá Hafnarfjarðarbæ sumarið 2016 og hefur síðan þá unnið ötullega að innleiðingu á hvetjandi, skapandi og áhugaverðum verkefnum í öflugu samstarfi við allt sitt góða fólk, verkefni sem eiga öll það sammerkt að efla skólasamfélagið í Hafnarfirði.

Hlusta á þáttinn

Viðtöl við áhugaverða einstaklinga sem starf í þágu sveitarfélagsins

Í Vitanum er spjallað við áhugaverða einstaklinga sem starfa í þágu bæjarins. Þannig er tekin fyrir þjónusta sveitarfélagsins, áhugaverð þróunarverkefni og viðfangsefni á fjölbreyttu sviði. Hlaðvarpið opnar á ítarlegri umfjöllun um einstaka verkefni, þjónustu og mál sem eru mikið í umræðunni hverju sinni. Hægt er að nálgast alla þætti Vitans á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar en einnig á hlaðvarpsveitum á borð við Spotify , Simplecast og Podcast Addict. Unnið er að því að gera Vitann aðgengilegan á fleiri veitum.

Ábendingagátt