Hleinar að Langeyrarmölum, Brúsastaðir II

Fréttir

Deiliskipulagsbreyting

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 5. febrúar 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulaginu Hleinar að Langeyrarmölum, og nær til lóðarinnar við Brúsastaði II, í samræmi við 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í að afmarkaður er byggingarreitur sem er 14m x 14m. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,5 í stað 0,42. Hámarkshæð byggingar verður 7m. Allir aðrir skilmálar eru óbreyttir.

Tillögurnar verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2, frá 19.02.- 01.04.2020. 

Einnig er hægt að skoða deiliskipulagstillöguna HÉR

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 1. apríl 2020.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá umhverfis- og skipulagssviði. 

Ábendingagátt