Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Sunnudaginn 29. mars kl. 20 verða fjórðu og síðustu tónleikar vetrarins í tónleikaröðinni Hljóðön haldnir í Hafnarborg.
Sunnudaginn 29. mars kl. 20 verða fjórðu og síðustu tónleikar vetrarins í tónleikaröðinni Hljóðön haldnir í Hafnarborg. Tónleikarnir bera yfirskriftina …þangað til… og eru það Gunnlaugur Björnsson, gítarleikari og Hafdís Vigfúsdóttir, flautuleikari sem koma fram. Þau munu leika saman tvö verk og einnig flytja nokkur sólóverk við undirleik rafhljóða. Efnisskráin er samansett af verkum eftir Clarence Barlow, Halldór Smárason, Einojuhani Rautavaara og Toru Takemitsu. Verk japanska tónskáldsins Takemitsu, Towards the sea, var samið fyrir Greenpeace og herferð þeirra til björgunar hvala en það er eitt allra stærsta tónverk sem samið hefur verið fyrir gítar og flautu og er það er byggt á skáldsögunni Moby Dick eftir Melville. Á tónleikunum skiptir Gunnlaugur á milli þriggja gítara og Hafdís leikur á þrjár flautur; alt flautu, þverflautu og pikkalóflautu.
Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Gunnlaugur Björnsson gítarleikari eiga það sameiginlegt að hafa ung lokið framhaldsprófi frá Tónlistarskóla Kópavogs, hlotið viðurkenningu frá Kópavogsbæ sem „framúrskarandi listnemar” og í framhaldinu stundað tónlistarnám erlendis.
Gunnlaugur Björnsson, gítarleikari, lauk nýverið B.Mus gráðu frá Manhattan School of Music þar sem hann hlaut Andrés Segovia verðlaunin fyrir framúrskarandi árangur í gítarnámi. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar, m.a. Nótuna 2010, úrslitakeppandi í ASTA keppninni 2013 og var sigurvegari Lilian Fuchs samspilskeppninnar sama ár. Gunnlaugur hlaut nýverið inngöngu í Master nám við hinn virta Yale School of Music í Bandaríkjunum.
Hafdís Vigfúsdóttir, flautuleikari, hefur lokið B.Mus gráðum frá Listaháskóla Íslands og Konunglega konservatoríinu í Den Haag. Þá hlaut hún fyrstu einkunn á lokaprófi frá Konservatoríinu í Rueil-Malmaison í Frakklandi, að loknu þriggja ára námi þar og að lokum meistaraprófi frá Tónlistarháskólanum í Osló. Árið 2009 hlaut Hafdís önnur verðlaun í alþjóðlegri tónlistarkeppni „Le Parnasse” í París. Hafdís hefur komið fram sem einleikari með Ungfóníu, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og Sinfóníuhljómsveit Íslands, og einnig leikið í afleysingum með þeirri síðastnefndu. Hún lék verkefni með norsku útvarpshljómsveitinni (KORK) á námsárunum, auk þess að leika með Ungdomsymfonikerne og Orchestra NoVe.
Hljóðön er tónleikaröð tileinkuð tónlist frá 20. og 21. öldinni þar sem einstök hugmyndaauðgi og listræn glíma tónskálda leiða áheyrendur inn á áður ókunnar slóðir. Nafn tónleikaraðarinnar skírskotar til smæstu merkingargreinandi hljóðeininga tungumála, grunneininga sem púsla má ólíkt saman svo úr verði tilraun til merkingar. Hafnarborg efnir hér til tónleikaraðar þar sem ætlunin er að kynna ólík verk samtímatónskálda úr fremstu röð. Í forgrunni verða verk sem fá best notið sín við þær aðstæður og miklu nánd sem býðst í sal Hafnarborgar og telja má sérstakan í flóru tónlistarsala á höfuðborgarsvæðinu.
Aðgöngumiðar á tónleikana eru seldir í afgreiðslu Hafnarborgar, á opnunartíma safnsins og klukkustund fyrir tónleika. Hægt er að panta miða í s. 585-5790. Almennt miðaverð er kr. 2500, fyrir eldri borgara og námsmenn kr. 1500.
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…
Fjórða helgin okkar í Jólaþorpinu verður yndisleg. Veðrið mun leika við gesti en fyrst og fremst munu allar þær gersemar…
Börn fá frístundastyrk frá þriggja ára aldri. 10,6 milljarðar verða settir í fjárfestingar. Einnig verður sett fjármagn í uppbyggingu nýs…
Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert til að…
Menntastefna Hafnarfjarðarbæjar var kynnt á starfsdegi astarfsfólks frístundar-, grunnskóla- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þann 14. nóvember. Þátttakendur gátu valið um ólíka…
Ný stefna um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði hefur verið samþykkt af bæjarráði. Stefnan gildir til 2035.
Um 30 útskrifuðust úr Leiðtogaskóla Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Nú hafa 90 stjórnendur bæjarins útskrifast. Kennslan eflir bæjarbraginn.
Mæðgurnar Lára Alda Alexandersdóttir og Silja Þórðardóttir lærðu saman að verða gusumeistarar. Þær nota kraftana í Herjólfsgufunni við Langeyrarmalir.
„Ég finn að Hafnfirðingar eru stoltir af Jólabænum og Jólaþorpinu á Thorsplani,“ segir Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri Jólaþorpsins sem orðið er…