Hlýleiki og gestrisni einkennandi fyrir skólasamfélagið

Fréttir

Með hækkandi sól og hverfandi samkomutakmörkunum hefjast Erasmus heimsóknir að nýju. Góður hópur frá grunnskólanum CEIP Mediterráneo sem staðsettur er í Alicante heimsótti Engidalsskóla og Lækjarskóla ásamt starfsfólki frá skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs á dögunum sem lið í þeirra Erasmus verkefni og fékk kynningu á hafnfirsku skólastarfi. Þessi hópur er hluti af stærri hópi en hinn hluti hópsins kemur í maí. 

Með hækkandi sól og hverfandi
samkomutakmörkunum hefjast Erasmus heimsóknir að nýju. Góður hópur frá
grunnskólanum CEIP Mediterráneo sem staðsettur er í Alicante heimsótti
Engidalsskóla og Lækjarskóla ásamt starfsfólki frá skrifstofu mennta- og lýðheilsusviði Hafnarfjarðarbæjar á
dögunum. Heimsóknirnar voru liður í þeirra Erasmus verkefni og fékk hópurinn kynningu á hafnfirsku skólastarfi.
Þessi hópur er hluti af stærri hópi en hinn hluti hópsins kemur í maí. 

Received_1138478566917988

Þátttaka í Erasmus verkefnum eflir og ýtir undir þróun í skólastarfi 


skemmtilega tenging við Hafnarfjörð er að kennari í Engidalsskóla, Guðrún
Jónsdóttir, bjó í Alicante þar sem börn hennar gengu í umræddan skóla.  Gestunum fannst hlýleiki og gestrisni vera
einkennandi fyrir hafnfirska skóla og menningu. Heimsóknir sem þessar eru gefandi
fyrir skólasamfélagið því glöggt er gests augað og með því að opna dyrnar og
bjóða innlit fá skólar tækifæri til að eiga í samstarfi við aðrar þjóðir í
Evrópu. 

Erasmus verkefni leggja áherslu á félagslega þátttöku, grænu
og stafrænu umskiptin og að efla þátttöku ungs fólks í lýðræðislegu lífi.
Hafnfirskir skólar hafa jafnframt verið virkir þátttakendur í Erasmus verkefnum
með það að markmiði að styðja við þróun í skólastarfi. 

Ábendingagátt