Heilsuefling fyrir fatlað fólk – styrkur úr Lýðheilsusjóði

Fréttir

Skammtímavistunin Hnotubergi fékk á dögunum styrk frá Lýðheilsusjóði til verkefnisins: Heilsuefling fyrir fatlað fólk. Markmiðið er að hvetja þjónustunotendur til hreyfingar og þá til að prófa hreyfingu eða tómstund sem þeir hafa ekki prófað áður. Stefnan er tekin á dagsferðir í lengri göngur síðsumars.

Skammtímavistunin Hnotubergi fékk á dögunum styrk frá Lýðheilsusjóði til verkefnisins: Heilsuefling fyrir fatlað fólk. Mikill metnaður og áhugi er fyrir því að efla lýðheilsu fólks með fötlun og verður áhersla lögð á það í ár að hvetja þjónustunotendur til hreyfingar og þá til að prófa hreyfingu eða tómstund sem þeir hafa ekki prófað áður. Markmiðið er svo að allir helgarhópar fari í dagsferð út fyrir bæinn síðsumars þar sem verður farið í lengri göngur með nesti, gagngert til að upplifa og njóta náttúru og samvistar í góðum félagsskap. Þótti verkefni Skammtímavistunar í Hnotubergi uppfylla skilyrði og áherslur sjóðsins 

SkammtimavistunHnotubergi

Starfsmenn Hnotubergs glaðir með úthlutunina. Hér með heilbrigðisráðherra.

Sérstaklega horft til verkefna sem styðja við minnihlutahópa

Heilbrigðisráðherra úthlutaði tæpum 90 milljónum króna í styrki úr Lýðheilsusjóði til 172 verkefna og rannsókna. Styrkt voru fjölbreytt verkefni um land allt, ætluð öllum aldurshópum. Við úthlutun úr Lýðheilsusjóði er áhersla lögð á að styrkja aðgerðir sem miða m.a. að því að efla geðheilsu barna og fullorðinna, áfengis-, vímu- og tóbaksvarnir, forvarnir og kynheilbrigði. Við mat á umsóknum fyrir árið 2019 var einnig sérstaklega horft til verkefna sem styðja við minnihlutahópa, stuðla að jöfnuði til heilsu og tengjast nýsköpun á sviði forvarna og heilsueflingar.

Sjá frétt um úthlutun á heimasíðu Embættis landlæknis

Ábendingagátt