Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Listakonan og aðgerðarsinninn, Þorbjörg Signý Ágústsson, hefur á vegum skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði, unnið að innsetningarverkinu Höfgar Nauðir, sem snertir djúpt á mikilvægum málefnum varðandi aðstöðu kvenna hérlendis.
Þorbjörg segir verkið eiga að túlka og standa fyrir því misrétti sem snertir allar konur á einn eða annan hátt. Konur upplifi misrétti í samfélaginu í dag s.s. fordóma, kyngervingu, óöryggi á almenningstöðum dags og nætur , ásamt fleiru.
Þorbjörg hóf vinnu við listaverkið fyrir rúmu einu og hálfu ári síðan þegar hún var í námi, en í síðan þá hefur verkið þróast en fylgir þó sama söguþræði.
Styttan, sem hún hefur byggt sjálf frá grunni, er í raunstærð og hefur viðarbeinagrind og byggð aðallega úr hænsnavír og dagblöðum. Til að halda verkinu eins endingargóðu og mögulegt er, sérstaklega þar sem Þorbjörg myndi vilja sýna verkið utandyra, mun hún bera steypu utan á vírgrindina. Gínur munu svo umkringja styttuna með áföstum keðjum sem eiga að tákna þau samfélagslegu höft sem settar eru á konur. Hugmyndin er að festa eða hengja keðjurnar í loft, veggi og götur, þó án þess að raska umhverfið.
Markmið Þorbjargar er að opna umræðuna og fá konur til tala opinskátt um þeirra eigin höft og forréttindi en einnig til að gera misréttið áþreifanlegt. „Þegar áhorfendur fá að njóta listaverksins í nálægð, verður erfitt að neita þeim harða raunveruleika málsins, þegar þeir standa, horfa á og upplifa þessar hindranir sem konur verða fyrir í samfélaginu“, segir Þorbjörg
Hún leggur því mikla áherslu á að líta nánar á hvernig samfélagið kemur mismunandi fram við konur ut frá húðlit, uppruna, menntun, fötlun og efnahag. Þetta málefni er henni mjög kært og segir hún stolt hennar með verkið aukast með degi hverjum.
Þorbjörg segist vera virkilega þakklát fyrir þetta tækifæri og þá frábæru reynslu sem skapandi sumarstörf Hafnarfjarðar hafa veitt henni, til að leyfa sköpunarkrafti hennar og tjáningu hennar á mikilvægu málefni að láta ljós sitt skína. Hún þakkar fyrir frelsið og það sjálfstæði sem fylgir því að vinna verkið. Einnig þeim stuðningi sem hún hefur hlotið við gerð þess í sumar frá félagsmiðstöðinni Hamrinum. Húsasmiðjan hefur einnig hjálpað til við að gera verkið að veruleika, með því að styrkja Þorbjörgu með ýmsum efnivið.
Það er hægt að fylgjast með ferlinu og gerð verksins á samfélagsmiðlunum Höfgar Nauðir. Þorbjörg hefur náð myndum af öllu ferlinu til dagsins í dag og mun halda því áfram þar til sýning á því hefst. Verkið er komið lang leiðina að endanlegu útliti, en hægt er að fylgjast með verkinu á Instagram og Facebook.
Skapandi sumarstörf hjá Hafnarfjarðarbæ eru hluti af sumarstarfi Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Skapandi sumarstörf eru auglýst sérstaklega og býðst einstaklingum og hópum að skila inn með umsókn sinni hugmyndum að skapandi verkefnum sem eru til þess fallin að glæða bæinn enn meira lífi yfir sumartímann, gera hann enn skemmtilegri, fallegri og fjölbreyttari með listrænum og skapandi uppákomum. Horft er sérstaklega til fjölbreytileika verkefna og þess að þau höfði til mismunandi aldurshópa og áhugasviða. Valdir hópar fá svo tækifæri til að lífga upp á mannlíf og skemmtun í hjarta Hafnarfjarðar og gleðja ferðamenn og íbúa með alls kyns uppátækjum. Höfgar Nauðir er eitt þessara verkefna. Átta önnur skapandi verkefni eru starfrækt hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar í ár og munu þessi verkefni einnig verða kynnt á miðlum bæjarins.
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…