Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins var stofnuð í gær mánudaginn 3.apríl. Markaðsstofan verður áfangastaðastofa fyrir höfuðborgarsvæðið allt og eru stofnaðilar Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins. Markaðsstofan verður vettvangur til að markaðssetja og þróa áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið í heild og ná þannig betri árangri.
Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að undirbúningi stofnunar Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins með aðkomu sveitarfélaga á svæðinu, atvinnulífisins og stjórnvalda. Stofnaðilar eru Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins. Með stofnun Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins er komið á sameiginlegum vettvangi til að markaðsetja og þróa áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið. Samhliða stofnfundi var áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins birt.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri:
„Á undanförnum árum hefur Hafnarfjörður verið aðdráttarafl fyrir mikinn fjölda ferðamanna sem sækir í margs konar menningu, útivist, verslun og ekki síst Jólaþorpið okkar. Við sjáum mikil tækifæri í þessu samstarfi sem mun án efa stuðla að enn meiri fjölgun ferðamönnum til Hafnarfjarðar á næstu árum enda hefur bærinn mikið upp á að bjóða.“
Regína Ásvaldsdóttir formaður stjórnar SSH:
„Undanfarin tvö ár hafa SSH unnið ötullega með ferðaþjónustunni að því að greina með hvaða hætti uppbyggingu og markaðsetningu ferðaþjónustu verði best háttað á höfuðborgarsvæðinu. Með stofnun Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins er stigið mikilvægt skref í að tryggja samræmdar aðgerðir sem tengjast ferðaþjónustu á sviði markaðsmála og þróun áfangastaðarins. Með tilkomu stofunnar verður til öflugt samstarf sem mun efla samkeppnishæfni áfangastaðarins, ferðaþjónustunni og höfuðborgarsvæðinu til heilla“.
Þórir Garðarsson formaður Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins:
„Ferðaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hafa lengi kallað eftir því að stofnuð yrði markaðstofa á höfuðborgarsvæðinu. Með þessu er kominn vettvangur fyrir fyrirtæki til að hafa með beinum hætti áhrif á hvernig markaðssetning og þróun ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu muni verða á næstu árum. Er óhætt að segja að þetta er eitt stærsta framfaraskrefið í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu“.
Þórdís Lóa er formaður stjórnar Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins:
,,Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið að ferðamálum bæði sitt í hverju lagi og saman en nú er komið að því að bjóða öllum hagaðilum að taka þátt í verkefninu og um það snýst Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins. Nú förum við í það að þróa, móta og efla samstarf og samlegð um málefni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu milli sveitarfélaga, atvinnulífs og stjórnvalda, þannig að allar raddir og áherslur komi fram, verkefninu til heilla”.
Björn H. Reynisson, verkefnastjóri áfangastaðarins höfuðborgarsvæðisins:
,,Í áfangastaðaáætlun er sett fram stefna og áherslur fyrir áfangastaðinn til næstu þriggja ára. Er þar meðal annars tekið fram hvaða aðgerðir tengdar ferðaþjónustu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ætla að framkvæma og þannig geta allir unnið í takt. Þetta er í fyrsta sinn sem áfangastaðaáætlun er gerð fyrir höfuðborgarsvæðið og því ber að fagna“.
Fulltrúar stofnenda Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, f.v. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH, Regína Ástvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, Þórir Garðarsson, formaður Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðsisins, Sigríður Hulda Jónsdóttir, Garðabæ og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.
Stjórn SSH, stjórn Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, formaður ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins og ráðherra: Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs, Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri Seltjarnarness, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Hafnarfirði, Jakob Einar Jakobsson framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður stjórnar Markaðsstofunnar, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar og formaður stjórnar SSH, Lilja Alfreðsdóttir menningar-, viðskipta- og ferðamálaráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Sævar Birgisson Mosfellsbæ, Eva Jósteinsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Center Hotels, Stella Stefánsdóttir Garðabæ, Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH, Þórir Garðarsson formaður ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins og Elísabet Sveinsdóttir Kópavogi.
Áfangastaðaáætlun-Hbs-2023-2026 (pdf)
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…