Höfuðstöðvar Tesla í Hafnarfirði innan tveggja ára   

Fréttir

Tesla á Íslandi hefur fest sér húsnæði undir nýjar höfuðstöðvar sínar að Borgahellu 6 í Hafnarfirði.  Bygginga- og fasteignafélagið Bæjarbyggð mun reisa höfuðstöðvarnar og leigja Tesla húsnæðið. Afhending á húsnæði er áformuð um áramótin 2026/2027. Tesla bætist þar með í hóp fjölda fyrirtækja sem flutt hafa starfsemi sína að hluta eða öllu leyti í ört stækkandi iðnaðar- og athafnahverfi í Hafnarfirði. Öflugt atvinnulíf er þegar á svæðinu.

 

Tesla á Íslandi hefur fest sér húsnæði undir nýjar höfuðstöðvar sínar að Borgahellu 6 í Hafnarfirði.  Bygginga- og fasteignafélagið Bæjarbyggð mun reisa höfuðstöðvarnar og leigja Tesla húsnæðið. Afhending á húsnæði er áformuð um áramótin 2026/2027. Tesla bætist þar með í hóp fjölda fyrirtækja sem flutt hafa starfsemi sína að hluta eða öllu leyti í ört stækkandi iðnaðar- og athafnahverfi í Hafnarfirði. Öflugt atvinnulíf er þegar á svæðinu.

„Við höldum áfram að uppskera í takti við áherslur og ákvarðanir og höldum áfram að fagna komu nýrra fyrirtækja til Hafnarfjarðar. Nú Tesla sem mun flytja glæsilegar og nýjar höfuðstöðvar sínar að Borgarhellu með skrifstofu, verkstæði og sölustarfsemi með tilheyrandi áhrifum á atvinnulífið á svæðinu. Á þessu svæði hefur hin síðustu ár byggst upp fjölbreytt starfsemi fyrirtækja í ólíkum iðnaði. Þar hafa félög eins og Bæjarbyggð unnið náið með sveitarfélaginu, lagt upp spennandi hugmyndir og hrint í framkvæmd með faglegum hætti og óhætt að segja að samstarfið hafi verið til mikillar fyrirmyndar. Líkt og við þá sjá þau hjá Bæjarbyggð möguleikana í svæðinu og eru enn að,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

Framkvæmdir við það að hefjast

Höfðuðstöðvar Tesla verður rúmlega 6000 fermetra tveggja hæða stálgrindarhús með steyptum 800 fermetra kjarna á rétt tæplega 16 þúsund fermetra lóð að Borgahellu 6. Mun Tesla á Íslandi leigja stærstan hluta þess. Í kjarnanum verður móttaka og sýningarsalur á jarðhæð og skrifstofur á annarri hæð. Verkstæði, lager og önnur aðstaða verður einnig til staðar í húsinu auk 178 bílastæða á lóð og skýli með rafhleðslustöðvum, þ.m.t. hraðhleðslustöðvum. Margir möguleikar að staðsetningu voru vegnir og metnir áður en endanleg ákvörðun um staðsetningu í Hellnahverfi í Hafnarfirði var tekin. Skrifað hefur verið undir leigusamning og framkvæmdir við það að hefjast. Bæjarbyggð hefur heimild til að byggja meira á lóðinni enda stór.

„Fullnaðarhönnun á húsnæði liggur fyrir sem og arkitekta- og verkfræðiteikningar. Jarðvinna er hafin og búið að hlaða grjótvegg. Framkvæmdir fara á fullt með vorinu og vonir standa til þess að húsið verði tilbúið  í síðasta lagi um áramótin 2026/2027. Þetta verða glæsilegar höfuðstöðvar, “ segir Brynjólfur Þorkell stjórnarmaður Bæjarbyggðar. Bæjarbyggð ehf. er öflugt bygginga- og fasteignafélag sem býr yfir viðamikilli þekkingu og reynslu á byggingamarkaði, þá helst á atvinnuhúsnæðismarkaði. Undir merkjum Eignabyggðar hefur félagið markaðsett sig sem traustan og áreiðanlegan samstarfsaðila í fasteignaþróun. Bæjarbyggð hefur tryggt sér fjölda atvinnuhúsalóða á Hellnahrauni í Hafnarfirði hin síðustu ár og staðið fyrir kraftmikilli uppbyggingu á svæðinu í nánu samstarfi við Hafnarfjarðarbæ.

Atvinnuhverfi í örum vexti og mikilli uppbyggingu

Kostir atvinnulóða á Hellnahrauni í Hafnarfirði eru margþættir. Svæðið er í örum vexti og mikil uppbygging að eiga sér stað bæði á íbúðahúsnæði og iðnaðarhúsnæði með tilheyrandi áhrifum á fasteignaverð og verðmæti lóða. Atvinnuhverfinu er skipt upp eftir iðnaði og hverfið þannig tilbúið til að taka á móti ólíkum fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum í m.a. ferðaþjónustu, verslun, þjónustu, þekkingariðnaði, framleiðslu, hafnarstarfsemi sem og stóriðju.  Þessi flokkun byggir m.a. á því að flokka saman skylda starfsemi, þannig að hvert fyrirtæki geti valið sér það umhverfi sem því hentar best. Öflugt atvinnulíf er þegar á svæðinu, nálægð við alþjóðaflugvöll og höfn mikil og samgöngur greiðar fyrir umferð úr öllum áttum m.a. að höfn og hafnarsvæði, innanlandsflugvelli og millilandaflugvelli auk stærstu umferðaræða til og frá stórhöfuðborgarsvæðinu.

Ábendingagátt