Höldum áfram að virða samkomubann!

Fréttir

Ábendingar hafa verið að berast um aukna hópmyndun m.a. barna og ungmenna á leiksvæðum síðla dags og að kvöldlagi þessa dagana. Ástæðan er líklega gott veður og þær jákvæðu fréttir sem hafa verið að berast af þróun mála í Covid19 faraldri. Í ljósi alls er mjög mikilvægt að almenningur og þar með íbúar í Hafnarfirði haldi fókus og sofni alls ekki á verðinum.

Ábendingar hafa verið að berast um aukna hópmyndun m.a. barna og ungmenna á leiksvæðum síðla dags og að kvöldlagi þessa dagana. Ástæðan
er líklega gott veður og þær jákvæðu fréttir sem hafa verið að berast af þróun
mála í Covid19 faraldri.  Í ljósi alls er mjög mikilvægt að almenningur og þar með íbúar í Hafnarfirði haldi fókus og
sofni alls ekki á verðinum.

Förum eftir fyrirmælum og spornum gegn allri hópmyndun

Ástæða þykir til að ítreka að yfirstandandi takmarkanir á samkomum og skólahaldi gilda til 4. maí. Í vinnslu er auglýsing varðandi það hvernig takmarkanir verða nákvæmlega frá og með 4. maí. Þegar hefur verið gefinn út ákveðinn grunnrammi sem gefur ákveðnar hugmyndir um tilslakanir í maí en gert er ráð fyrir að áform og nákvæmari útlistun liggi fyrir fyrir lok þessa mánaðar. Það er mjög mikilvægt að almenningur taki höndum saman og dragi úr fjölda einstaklinga í sínu tengslaneti sem hittist utan vinnutíma. Nær þetta líka til barna og ungmenna og tíma þeirra utan skóla þannig að ekki séu unnið gegn þeim ráðstöfnunum sem gerðar hafa verið til að draga úr líkum á hópsmiti.

Tökum öll ábyrgð – við erum ÖLL almannavarnir

Ábendingagátt