Höldum hrekkjavöku heima öryggisins vegna

Fréttir

Laugardaginn 31. október er hrekkjavaka sem sífellt hefur notið meiri vinsælda hér á landi og víða hefur skapast sú hefð að börn gangi í hús með „grikk eða gott”. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að halda upp á hrekkjavökuna með börnum sínum með öðru sniði í ár. 

Laugardaginn
31. október er hrekkjavaka sem sífellt hefur notið meiri vinsælda hér á landi
og víða hefur skapast sú hefð að börn gangi í hús með „grikk eða gott”. 

Að teknu tilliti til þess að enn er í gildi neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 eru foreldrar og forráðamenn hvattir til að halda upp á hrekkjavökuna með börnum sínum með öðru sniði í ár. Veiran getur svo auðveldlega smyglað sér á milli staða og einstaklinga enda snertifletirnir margir þegar gengið er hús úr húsi til að fá sælgæti. Áhættan við að fá smit er afar mikil eins og staðan er núna.

Samstaða er besta sóttvarnaraðgerðin

Við erum öll almannavarnir. Höldum áfram að vinna að því saman að fækka smitum og komast á betri stað en við erum í dag. Samstaða er besta sóttvarnaraðgerðin.

HrekkjavakaInfo

Hugmyndir á farsóttartímum


Búningar 

Nú er tíminn fyrir grímur! Þrátt fyrir að hrekkjavakan verði með öðru sniði í ár má klæða sig upp og gera sér glaðan dag í hverfinu.

Skraut 

Skreytum glugga og hús og endurvekjum jafnvel bangsaleikinn með því að pota vel völdum hrekkjavökukarakterum í gluggana. Það er vel hægt að skoða hús og glugga þótt að ekki sé bankað upp á til að fá sælgæti

Ratleikur 

Hægt er að fara í ratleik eða fjársjóðsleit og láta krakkana fá lista yfir hluti til að finna. Til dæmis hauskúpu, grasker, draug, legstein og bangsa. 

Nammi 

Eftir göngutúrinn eða að leik loknum fara litlu ófreskjurnar heim og sá sælgæti að launum. Tilvalið er að hafa hryllilegt kósíkvöld.

Deila 

Hægt er að deila gleðinni með myndum og myndskeiðum á samfélagsmiðlum t.d. bekkjarhópurinn eða á hverfasíðum.  

Ábendingagátt