Hönnun í Hafnarfirði

Fréttir

12.-15. mars verður lögð áhersla á hönnun í Hafnarfirði.  Hafnarborg, Íshús Hafnarfjarðar og Litla Hönnunar Búðin taka þátt í Hönnunarmars og vill Hafnarfjarðarbær vekja athygli á gróskumikilli hönnun í bænum.  Aðgangur ókeypis.

12.-15. mars verður lögð áhersla á hönnun í Hafnarfirði.  Hafnarborg, Íshús Hafnarfjarðar og Litla Hönnunar Búðin taka þátt í Hönnunarmars og vill Hafnarfjarðarbær vekja athygli á gróskumikilli hönnun í bænum.  Aðgangur ókeypis.

Hafnarborg, Strandgötu 34

Á gráu svæði / Gray Area.  Sýning á nýjum verkum skoska hönnuðarins David Taylor sem liggja á mörkum hönnunar og myndlistar. Hann er þekktur fyrir frumlega hönnun og óhefðbundið efnisval en hann sækir sérstaklega í ódýr og verðlaus efni á borð við steypu og gjall sem hann svo umbreytir í fágaða gripi.

Opnunartími: fimmtudag kl. 12-21, föstudag, laugardag og sunnudag kl. 12-17

Fimmtudag 12. mars kl. 18

Samtal við hönnuð David Taylor ræðir við gesti safnsins um verk sín.
 

Föstudag 13. mars kl. 12.30

Hádegisleiðsögn þar sem veitt er innsýn í hugmyndaheim og vinnu David Taylor.
Sunnudag 15. mars kl. 15 

Leiðsögn um sýninguna þar sem fjallað verður um hugmyndir og efnisval hönnuðarins

 

Íshús Hafnarfjarðar, Strandgötu 90

Opnunartími: fimmtudag kl. 12-21, föstudag, laugardag og sunnudag kl. 12-17

Skapandi klasi / Creative Cluster. Kynning á starfsemi Íshúss Hafnarfjarðar sem er klasi vinnustofa og verkstæða úr ólíkum geirum hönnunar, iðnaðar og myndlistar. Opnunarteiti á fimmtudag kl. 18-21 og kynning og spjall á sunnudag kl. 13.

 

Litla Hönnunar Búðin, Strandgötu 17

Margrét Leópoldsdóttir.  Sértu velkomin heim / Blow The Wind Westerly

Opnunartími: fimmtudag kl. 12-21, föstudag kl. 12-18, laugardag og sunnudag kl. 12-17.  Samtal við hönnuð á sunnudag kl. 14.


Hönnun í Bæjarbíói

Hönnunardeild Iðnskólans.  Opið föstudag-sunnudags frá 13-17.

Sisters Design. Opið laugar- og sunnudag frá 13-17.

 

Hönnun og list í Firði

Hulda H. Sig.  „Allt í bland“.  Sýningin er á annarri hæð í Firði. Opið frá 16-18 á föstudag og 11-16 á laugardag.

Byggðasafn Hafnarfjarðar – Þróunarganga

Laugardaginn 14. mars kl. 14. Húsaganga með arkitektinum Páli V. Bjarnasyni um sérkenni hafnfirsks byggingararfs. Gangan hefst við Sívertsens-hús að Veturgötu 6 og tekur um klukkustund.

Baugar&Bein Strandgötu 32.  Kynning á nýrri línu, Aska frá Skulls&Halos á föstudag kl. 13.


Bókasafn Hafnarfjarðar
.  Kynning á hönnunarbókum.  Komdu og skoðaðu úrvalið.

 

Ábendingagátt