Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Lögð verður sérstök áhersla á hönnun í söfnum og menningarhúsum Hafnarfjarðar næstu dagana. Hafnarborg, Bókasafn Hafnarfjarðar og Bæjarbíó eru í hópi þeirra rúmlega 100 sýninga, 400 þátttakenda og 250 viðburða sem taka þátt í Hönnunarmars 2022, stærstu hönnunarhátíð landsins. Með þátttökunni vill Hafnarfjarðarbær vekja sérstaka athygli á gróskumikilli hönnun í bænum.
Öðru hvoru blása vinnustofur listamanna, söfn og verslanir í Hafnarfirði til lengri opnunar m.a. með viðburðinum Gakktu í bæinn. Nú síðast föstudagskvöldið 22. apríl sl.Mynd: Hulda Margrét.
HönnunarMars, stærsta hönnunarhátíð á Íslandi, fer fram dagana 4.-8. maí og teygir anga sína til Hafnarfjarðar þar sem framsækin hönnun og nýjungar leiða saman sýnendur og gesti. Mörg hundruð viðburðir, sýningar, fyrirlestrar, uppákomur og innsetningar eru á dagskránni ár hvert, skipulagðir af íslenskum hönnuðum og arkitektum, fyrirtækjum og stofnunum.
Höfundur mánaðarins í Bókasafni Hafnarfjarðar er listakonan og rithöfundurinn Sólveig Eva Magnúsdóttir sem opnar myndasögusýningu í tilefni af HönnunarMars á nýjustu verkum sínum úr bókinni Space Mama Piggy þann 5. maí næstkomandi og mun einnig lesa úr verkinu á opnuninni kl. 16-18. Myndasagan hefur áður verið kynnt á Stockholm Fringe, Pittsburgh Fringe, Reykjavík Fringe og hefur hlotið styrk frá Myndstef og Myndlistarsjóði. Útgefið 30 blaðsíðna eintak seldist upp í Bandaríkjunum og höfundur vinnur nú að 200 blaðsíðna útgáfu verksins. Sólveig mun einnig stýra sumarnámskeiði í grafríksögugerð og myndasöguskrifum á Bókasafni Hafnarfjarðar í sumar fyrir unga listamenn og unglinga sem langar að spreyta sig á þessu formi ritlistar.
ID Reykjavik er nýtt íslenskt vörumerki með húsgögn og hönnunarvöru fyrir heimilið. Innblástur vörulínanna eru sóttar í arkitektúr og náttúru Íslands en nýting íslenska hraunsins í bland við önnur hráefni svo sem stál, við, leður og postulín gefa vörunum sérstaka fágun og verðskuldaða athygli. Bæjarbíó Hafnarfirði opnar dyr sínar fyrir gestum og gangandi á vörusýningu ID Reykjavik 4.-8. maí. Einnig verður brot úr línunni sýnt á samsýningu Epal, Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd.
Opnunartímar á sýningunni í Bæjarbíói eru eftirfarandi:
Sýning Fléttu og Kristínar Sigurðardóttur, Efnisheimur steinullar, stendur nú yfir í Sverrissal Hafnarborgar í tengslum við HönnunarMars 2022. Á sýningunni er veitt innsýn í yfirstandandi efnisrannsókn þeirra á íslenskri steinull, þar sem þær vinna með ólíkar leiðir til að umbreyta steinull í nýtt efni. Opnun sýningarinnar Efnisheims steinullar verður fagnað formlega með kvöldopnun í safninu fimmtudaginn 5. maí kl. 18-20. Einnig verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna með hönnuðunum laugardaginn 7. maí kl. 14.
Snert á landslagi er vinnutitill yfirstandandi doktorsverkefnis Tinnu Gunnarsdóttur, vöruhönnuðar, þar sem áhersla er lögð á að virkja fagurferðilega upplifun í landslagi sem afl til umbóta. Á samnefndri sýningu í aðalsal Hafnarborgar má sjá verk frá öllum ferli Tinnu en þungamiðja sýningarinnar byggir á áralangri rannsókn hennar í Héðinsfirði á norðanverðum Tröllaskaga.
Málþing um verkefnið fer fram í Hafnarborg laugardaginn 7. maí kl. 11-13. Þátttakendur í málþinginu eru Tinna Gunnarsdóttir, vöruhönnuður, Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, lektor við Listaháskóla Íslands, og Aldís Arnardóttir, sýningarstjóri og forstöðumaður Hafnarborgar. Sýningarnar í Hafnarborg eru opnar alla daga, nema þriðjudaga, kl. 12-17 – og standa yfir til 15. maí.
Aðgangur ókeypis – allir hjartanlega velkomnir!
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…