Hoppað hátt á Holti og Hörðuvöllum

Fréttir

Til stendur að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum sem ætluð eru til almennrar útivistar; á Holtinu og Hamravöllum. Með framkvæmdinni er verið að svara ákalli íbúa um ærslabelgi víðar bænum og það innan sem flestra hverfa.  Horfið hefur verið frá áður kynntri staðsetningu á Holtinu og kynnt til sögunnar ný staðsetning sem vonandi hugnast öllum.

Ærslabelgunum fjölgar í Hafnarfirði á árinu 2025

Til stendur að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum sem ætluð eru til almennrar útivistar; á Holtinu og Hamravöllum. Með framkvæmdinni er verið að svara ákalli íbúa um ærslabelgi víðar bænum og það innan sem flestra hverfa.  Horfið hefur verið frá áður kynntri staðsetningu á Holtinu og kynnt til sögunnar ný staðsetning sem vonandi hugnast öllum.

Hoppað hátt á Hörðuvöllum og Holtinu  

Á fundi  umhverfis-  og  framkvæmdaráðs  Hafnarfjarðar þann 30. október síðastliðinn var samþykkt  að  svara ákalli íbúa og fjölga ærslabelgjum í bænum og ákvörðun um staðsetningar  tilkynnt í upphafi árs 2025. Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar þann 22. janúar sl. var umræða um fyrirhugaða staðsetningu ærslabelgs á Holtinu tekin fyrir. Ákvað ráðið á fundi sínum að hverfa frá fyrirhugaðri staðsetningu. Ný staðsetning hefur verið lögð til og er til kynningar. Ráðgert er að nýr ærslabelgur á Holtinu verði staðsettur norðan Eyrarholts í svokallaðri  „Ljónagryfju“. Ljónagryfjan flokkast sem opið svæði sem ætlað til almennrar útivistar. Nýr ærslabelgur mun jafnframt bætast við þá flóru afþreyingar sem til staðar er á Hörðuvöllum með hreystivelli, leikvelli, gönguleiðum og opnu grænu svæði. Svæðin eru bæði ætluð til almennrar útivistar og þarfnast því ekki breytinga á skipulagi.

Sjö ærslabelgir í Hafnarfirði á árinu 2025

Fimm ærslabelgir eru í Hafnarfirði í dag og því verða ærslabelgirnir orðnir sjö þegar þessir tveir verða komnir í gagnið. Ærslabelgirnir  eru opnir  frá  kl.  9 -22 alla daga vikunnar yfir  sumartímann  og  njóta  mikilla  vinsælda  meðal  barna  og  ungmenna. Já, það verður hægt að hoppa ansi víða í Hafnarfirði á árinu 2025.

Yfirlit yfir staðsetningu ærslabelgja

Hoppað á Holtinu – staðsetning á nýjum ærslabelg á árinu

 

Hoppað á Hörðuvöllum – staðsetning á nýjum ærslabelg á árinu

 

 

 

 

 

Ábendingagátt