Hörðuvellir 80 ára

Fréttir

Leikskólinn Hörðuvellir, við Lækinn í Hafnarfirði, fagnar 80 ára afmæli í ár og í því tilefni var afmælishátíð í skólanum í dag.

Leikskólinn Hörðuvellir, við Lækinn í Hafnarfirði, fagnar 80 ára afmæli í ár og í því tilefni var haldin afmælishátíð í skólanum í dag. Skólinn tók til starfa árið 1935 en tvö ár þar á undan fór þar fram sumarstarfsemi. Upphaflega var skólinn stofnaður af verkakonum í bænum.

Börn og starfsfólk skólans höfðu undirbúið margt í tilefni afmælisins, m.a. boðið gestum í heimsókn og tók síðan lagið fyrir þá í dag.

Bærinn óskar starfsfólki og börnum skólans til hamingju með afmælið.

Ábendingagátt