Horfumst í augu-myndbandið sýnt á málþinginu Líttupp

Fréttir

Litið verður til hafnfirska foreldraátaksins Horfumst í augu á málþinginu Líttupp og myndband þess sýnt þar. Líttupp er vitundarvakning til barna, ungmenna og fullorðinna að staldra við og taka þátt í lífinu í kring. Málþingið er opið öllum.

Saman í raunheimum!

Litið verður til hafnfirska foreldraátaksins Horfumst í augu á málþinginu Líttupp – Vertu með í að skapa heilbrigðara samfélag á netinu!. Málþingið verður í Grósku á morgun miðvikudaginn 22. október frá kl. 12:30-16:30. Öll velkomin

Myndbandið foreldraráðsins er talið til fyrirmyndarverkefna í forvörnum. Ráðið fékk í vor Foreldraverðlaun Heimilis og skóla við hátíðlega athöfn:

Foreldraráð Hafnarfjarðar hefur sýnt mikinn áhuga og frumkvæði í stafrænum málefnum barna og ungmenna. Síðasta ár hafa þau unnið markvisst að því að opna umræðu um skjánotkun og áhrif hennar á líðan og samskipti, meðal annars með því að stuðla að símafríi í öllum grunnskólum bæjarins. Það varð til þess að skólar fóru yfir símareglur sínar og margir tóku málið fastari tökum.“

Myndbandið hafi svo minnt á mikilvægi þess að leggja símana frá sér og snúa sér að samveru og tengslamyndun, rétt eins og Líttupp gerir nú.

Líttupp er málþing haldið af Netvís – Netöryggismiðstöð Íslands. Markmiðið er vitundarvakning sem hvetur okkur öll – börn, ungmenni og fullorðna – til að staldra við, líta upp úr skjánum og taka virkari þátt í lífinu í kringum okkur. Líttupp á að skapa samtal um heilbrigðari og ábyrgari tækjanotkun, jákvæð samskipti og kosti þess að vera meira til staðar í raunheimum.

Dagskráin er þétt:

„Líttu upp er opið öllum. Við hvetjum fólk til að skrá sig svo við getum áætlað veitingar í kaffihlé. Öll velkomin. Við hvetjum kennara og fagfólk til að mæta, en málþingið hentar öllu áhugasömu fullorðnu fólki,“ segir Unnur Freyja Víðisdóttir, sérfræðingur hjá Netvís – Netöryggismiðstöð Íslands.

Víða er horft til vandans að hverfa inn í samfélagsmiðlaheim í stað raunheims. Við hvetjum ykkur öll til samskipta auglitis til auglitis.

Ábendingagátt