Hraðpróf stytta ekki sóttkví eða einangrun

Fréttir

Borið hefur á þeim misskilningi að neikvætt hraðpróf (sjálfspróf) geti aflétt sóttkví eða jafnvel aflétt einangrun einstaklings með COVID-19. Hraðpróf geta hvorki komið í staðinn fyrir né stytt sóttkví eða einangrun.

Hraðpróf (sjálfspróf) stytta ekki sóttkví eða einangrun

Borið hefur á þeim misskilningi að neikvætt hraðpróf (sjálfspróf) geti aflétt sóttkví eða jafnvel aflétt einangrun einstaklings með COVID-19. Hraðpróf geta hvorki komið í staðinn fyrir né stytt sóttkví eða einangrun.

Sjá tilkynningu á vef Embættis landlæknis 

Sóttvarnalæknir minnir á eftirfarandi en reglugerð um sóttkví og einangrun má finna hér (með breytingu):

  • Sóttkví vegna nándar við tilfelli varir í a.m.k. 7 daga og lýkur með PCR sýnatöku en strikamerki er sent til viðkomandi kvöldið áður en sóttkví á að ljúka.
  • Einangrun vegna smits varir almennt í 14 daga og lýkur með útskrift COVID göngudeildar.

Þá vill sóttvarnalæknir ítreka að sjálfspróf eru tegund hraðprófa sem eru framkvæmd af og niðurstaða túlkuð af einstaklingum sjálfum og eru gæði þeirra yfirleitt minni en hraðprófa sem eru framkvæmd af þjálfuðum aðilum. Næmi sjálfsprófa er því oft minna en annarra hraðprófa sem þýðir að verulegar líkur eru á neikvæðri niðurstöðu (veiran finnst ekki) þrátt fyrir að einstaklingur sé smitaður af COVID-19. Áreiðanlegustu prófin til að greina COVID-19 eru enn PCR próf. Sóttvarnalæknir mælir ekki með notkun sjálfsprófa að svo stöddu, sérstaklega í ljósi þess að aðgengi að öðrum hraðprófum og PCR prófum er gott hér á landi.

Þá skyldu einstaklingar með einkenni COVID-19 alltaf fara í PCR próf (einnig ef hraðpróf er gert og er neikvætt).

Meira um hraðpróf:

Ábendingagátt