Hrafnista bar sigur úr býtum

Fréttir

Fulltrúar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar öttu kappi við heimilisfólk Hrafnistu í árlegu púttmóti sem fram fór í dag. Keppt var um farandbikar og lagði heimilisfólkið bæjarfulltrúana að velli, líkt og fyrri ár.

Fulltrúar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar öttu kappi við heimilisfólk Hrafnistu í árlegu púttmóti sem fram fór í dag. Keppt var um farandbikar og lagði heimilisfólkið bæjarfulltrúana að velli, líkt og fyrri ár.

Sú skemmtilega hefð hefur skapast á síðustu árum að haldið hefur verið púttmót á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar og bæjarstjóri, hafa att kappi við heimilisfólk um forláta farandbikar. Eins og oft áður bar lið Hrafnistu sigur úr býtum í dag með 103 höggum á móti 109 höggum bæjarstjórnar og hefur sjaldan munað svo fáum höggum á liðunum. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri varð í fyrsta sæti kvenna og í ár var það engin önnur en Guðlaug Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi sem hlaut skussaverðlaun fyrir bestu nýtingu vallar og tóku þær á móti verðlaunum frá Helenu Björk Jónasdóttur mótsstjóra.

Guðlaug og Rósa með verðlaunin

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar þakkar heimilisfólki og starfsmönnum á Hrafnistu fyrir drengilega keppni og skemmtilega stund í fallegu umhverfi Hrafnistu.

Úrslit voru þessi:

Konur

1. sæti: Rósa Guðbjartsdóttir 34 högg

2. sæti: Sigrún Ágústsdóttir 35 högg

3. sæti: Ingibjörg Hinriksdóttir 35 högg

Karlar

1. sæti: Guðjón

2. sæti: Friðrik Hermannsson

3. sæti: Marinó Óskarsson

Lið bæjarstjórnar fékk að máta bikarana

Ábendingagátt