Hraunin vestur – tillögur hönnuða

Fréttir

Skipulagshugmyndir og tillögur hönnunarhópa á vestur hluta Hrauna hanga nú á veggjum í Hafnarborg og verða þar til sýnis til 7. febrúar næstkomandi. Íbúar og allir áhugasamir eru hvattir til að skoða tillögurnar. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-17.

Fjölmennur fundur um skipulagshugmyndir í vesturhluta Hrauna var haldinn í Hafnarborg í gær þar sem tillögur hönnunarhópa voru meðal annars kynntar. Fyrirhuguð er deiliskipulagsvinna á reit sem afmarkast af Fjarðarhrauni, Reykjavíkurvegi og Flatahrauni sem hefur það að meginmarkmiði að þétta byggð á svæðinu og breyta landnotkun í blandaða byggð íbúða/atvinnustarfsemi. Hafnarfjarðarbær kallaði eftir hugmyndum fimm skipulagshönnuða um uppbyggingu reitsins og mun deiliskipulagsgerð koma til með að byggja á þessum hugmyndum.

Tillögur hönnunarhópa til sýnis í Hafnarborg til 7. febrúar

Skipulagshugmyndir og tillögur hönnunarhópa á vestur hluta Hrauna hanga nú á veggjum í Hafnarborg og verða þar til sýnis til 7. febrúar næstkomandi. Íbúar, starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja og allir áhugasamir eru hvattir til að skoða tillögurnar. 

Sjá má tillögur hönnunarhópa hér:  

 

 

Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12 – 17.  

Ábendingagátt