Hraunvallaskóli í 2. sæti í Skólahreysti 2022

Fréttir

Úrslit í Skólahreysti 2022 fóru fram 21.maí. Andrúmsloftið var rafmagnað, öll lið náðu gríðarlega góðum árangri og áhorfendur léku á alls oddi og hvöttu sína skóla áfram. Það var Flóaskóli sem bar sigur úr býtum með 61,5 stig, Hraunvallaskóli í öðru sæti með 58 stig og í fyrsta skipti á palli og svo var það Holtaskóli sem endaði í þriðja sæti með 54.5 stig. 

Hraunvallaskóli í fyrsta skipti á palli – til hamingju! 

Úrslit í Skólahreysti 2022 fóru fram 21.maí í Mýrinni í Garðabæ. Andrúmsloftið var rafmagnað. Öll lið náðu góðum árangri og áhorfendur léku á alls oddi og hvöttu sína skóla áfram.  Það var Flóaskóli sem bar sigur úr býtum með 61,5 stig, Hraunvallaskóli í öðru sæti með 58 stig og í fyrsta skipti á palli og svo var það Holtaskóli sem endaði í þriðja sæti með 54.5 stig. Varmahlíðarskóli endaði með 37 stig eftir góðan árangur í hraðaþraut og Grunnskóli Húnaþíngs vestra endaði með 23 stig eftir að fá 9 af 12 mögulegum stigum í hreystigreip.

Hægt er að sjá úrslit allra greina hér 

Skolahreysti2

Hraunvallaskóli varð í 2. sæti í úrslitum Skólahreystis 2022. Úr­slit keppn­inn­ar fóru fram í Mýr­inni í Garðabæ síðastliðið laugardagskvöld í beinni útsendingu á RÚV en stemmning var rafmögnuð og keppnin æsispennandi eins og úrslitin gefa til kynna. Þetta er í fyrsta sinn sem Hraunvallaskóli kemst á pall í Skólahreysti og skólasamfélagið að rifna úr stolti yfir þessum frábæra árangri. 

Skolahreysti1Það voru þau Aron Haraldsson, Natalía Dóra S. Rúnarsdóttir, Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir og Magnús Ingi Halldórsson sem skipuðu lið Hraunvallaskóla í ár. Til vara voru Bartosz Magnús Darnowski og Karítas Kristín Traustadóttir. Þeim innan handar var svo fjölmennur stuðningshópur sem hvatti þau áfram til dáða. 

Innilega til hamingju með stórkostlegan árangur!

Eldri tilkynningar  

Ábendingagátt