Hraunvallaskóli kominn í úrslit í Skólahreysti

Fréttir

Í Skólahreysti keppa nemendur í grunnskólum landsins sín á milli í hinum ýmsu greinum sem reyna á kraft, styrk og þol keppenda. Nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar hafa tekið virkan þáttí Skólahreysti og það með góðum árangri. Eftir fimm riðla af Skólahreysti vorið 2022 er Hraunvallaskóli meðal þeirra fimm skóla sem komnir eru í úrslit. 4. maí etja kappi skólar af Austurlandi og Norðurlandi. 

Hraunvallaskóli tryggði sér farseðil í úrslit Skólahreysti í gær eftir harða keppni

Í Skólahreysti keppa nemendur í grunnskólum landsins sín á milli í hinum ýmsu greinum sem reyna á kraft, styrk og þol keppenda.  Nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar hafa tekið virkan þáttí Skólahreysti og það með góðum árangri. Eftir fimm riðla af Skólahreysti vorið 2022 er Hraunvallaskóli meðal þeirra fimm skóla sem komnir eru í úrslit. 4. maí etja kappi skólar af Austurlandi og Norðurlandi.  

Tvær hreystibrautir í Hafnarfirði – möguleiki á æfingum í réttu umhverfi 

Tvær hreystibrautir hafa verið settar upp í Hafnarfirði á síðustu árum. Ein stór braut við Hörðuvelli og önnur minni við Skarðshlíðarskóla. Í brautinni á Hörðuvöllum eru 11 stöðvar að meðtöldu rásmarki og endamarki og má þar finna netturn, röraþraut, apastiga, dekkjaþraut, kaðalturn, sippuþraut, steinaþraut, sekkjaþraut og skriðþraut. Allar þessar þrautir eru til þess fallnar að ýta undir eflingu á úthaldi, styrk og fimi og kalla m.a. á klifur, hlaup og hopp. Grunnskólakeppnin Skólahreysti fer fram á keppnisbraut eins þeirri sem er á Hörðuvöllum. 

IMG_3979

Heilsubærinn Hafnarfjörður setti upp brautina sumarið 2020 og hefur aðsókn í brautina verið góð. Hugmyndin er að brautin sé hvorutveggja nýtt til hefðbundinna æfinga íbúa og vina Hafnarfjarðar á öllum aldri og til undirbúnings og æfinga fyrir keppni eins og Skólahreysti. 

Ábendingagátt