Hraunvallaskóli verðlaunaður

Fréttir

Í vor var efnt til samkeppni um kynningu á verkefninu: Velkomin – úrræði fyrir móttöku og samskipti. Fyrstu verðlaun hlaut Hraunvallaskóli en um er að ræða samskiptatæki sem auðveldar skólum móttöku, aðlögun og samskipti við nemendur og foreldra með annað móðurmál en íslensku.  

Í vor var efnt til samkeppni um kynningu á verkefninu Velkomin – úrræði fyrir móttöku og samskipti. Fyrstu verðlaun hlaut Hraunvallaskóli en starfsmenn skólans, þær Ingibjörg Edda Haraldsdóttir, Kristín Guðnadóttir og Hjördís Ýrr Skúladóttir unnu kynningarmyndband um verkefnið. Verðlaunin voru afhent föstudaginn 9. júní að viðstöddu starfsfólki skólans og fulltrúa fræðslu- og frístundaþjónustu. Hulda Karen Daníelsdóttir verkefnisstjóri verkefnisins afhenti verðlaunin.

Samskiptatæki sem auðveldar skólum móttöku, aðlögun og samskipti

Verkefnið Velkomin – úrræði fyrir móttöku og samskipti er samskiptatæki til að auðvelda skólum móttöku, aðlögun og samskipti við nemendur og foreldra með annað móðurmál en íslensku. Efninu er skipt upp í 13 flokka og dæmi um þá eru Samtala kennara og foreldra, Fyrsti dagurinn, velkominn, Nesti – hádegismatur og Líðan og samskipti nemenda. Verkefnið er byggt á erlendri fyrirmynd en var þróað á vegum Þjónustumiðstöðvar Miðborgar- og Hlíða undir forystu Huldu Karenar Daníelsdóttur og Þorbjargar Þorsteinsdóttur. Það hefur hlotið mjög góðar viðtökur og meðal annars hlotið Evrópumerkið 2015 sem er viðurkenning framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir nýbreytni í tungumálanámi og tungumálakennslu.

Til hamingju Hraunvallaskóli!

Ábendingagátt