Hreiðrið við Lækinn er nýtt ungmennahús í Nýsköpunarsetrinu

Barnvænt sveitarfélag Fréttir

Nýtt ungmennahús, Hreiðrið við Lækinn sem er fyrir 16-25 ára, hefur tekið til starfa í Nýsköpunarsetrinu við Lækinn. „Það er góður andi í húsinu,“ segir Svala Eyjólfsdóttir, nýr verkefnastjóri þess.

Nýtt ungmennahús fyrir 16-25 ára

„Við erum rétt að opna Hreiðrið við Lækinn. Mér líst frábærlega vel á þetta nýja ungmennahús hafnfirskra ungmenna,“ segir Svala Eyjólfsdóttir, nýr verkefnastjóri þess, í Hafnfirskri æsku, blaði Fjarðarfrétta sem kom út í dag. „Það er góður andi í húsinu.“ Hún segir þar spennandi að vera einmitt í Nýsköpunarsetrinu.

„Það eru endalausir möguleikar að gera það sem hverju og einu dettur í hug. Við erum komin með gott teymi hér í Hreiðrinu og erum peppuð í veturinn,“ segir Svala. Hreiðrið sé hugsað fyrir fólk á aldrinum 16-25 ára.

Huggulegt með fullt af möguleikum

Bryndís Steina Friðgeirsdóttir, forstöðumaður Nýsköpunarsetursins við Lækinn, fagnar í Fjarðarfréttum því að fá unga fólkið í þessa uppsprettu nýsköpunar og lista.

„Þau eru öll velkomin á þennan huggulegan stað og geta kynnast öðrum á svipuðum aldri. Með því að vera með Hreiðrið í Nýsköpunarsetrinu geta þau tilraunast í nýjum áhugamálum. Við höfum tilraunasmiðju opna fyrir ungmennin þar sem þau geta eflt sig í listum. Þau komast í tæknismiðjuna og geta spreytt sig í stafrænni færni,“ segir hún.

„Það er nauðsynlegt að koma á einn stað, eiga rót í símafélaginu,“ segir hún.

Fram kemur að veturinn sé tilhlökkunarefni og segja þær Bryndís og Svala frá því að nýtt ungmennaráð hafnfirskra ungmenna verði einmitt með aðstöðu í húsinu. Þá sé Músík og mótor búið að koma tónlistarhluta sínum fyrir á þriðju hæðinni.

Hægt að gera tónlist og hlaðvörp

„Við erum einnig að búa til rými þar sem hver og einn getur komið inn og tekið upp tónlist og hlaðvarp. Stefnan okkar er að vera heimili skapandi  hugsunar, leyfa áhugamálum að blómstra og tengjast fólki. Virkja jákvæðan sköpunarkraft,“ segir Bryndís. „Hér má líka bara koma, hangsa og slappa af. Þetta er rými fyrir ungmenni til að koma og skapa það andrúmsloft sem þau vilja.“

En hvað bíður ungmennanna í Hreiðrinu við Lækinn?

  • Þægilegur sófi og spilaaðstaða
  • Billard-borð, brátt píluborð
  • Hægt að koma af stað klúbbastarfsemi,
  • Spunaspilarar á fimmtudögum

Sjáðu Hafnfirska æsku Fjarðarfrétta hér

Ábendingagátt