HREINSUM HAFNARFJÖRÐ – á Snapchat og Instagram

Fréttir

Gunnella Hólmarsdóttur mun á næstu vikum halda úti Snapchat og Instagram reikningunum: HREINSUM HAFNARFJÖRÐ. Þar deilir hún hagnýtum leiðum og aðferðum við m.a. flokkun á heimilissorpi og plokkun í nærumhverfinu auk þess að veita önnur ráð.

Gunnella Hólmarsdóttur mun á næstu vikum halda úti Snapchat og Instagram reikningunum: HREINSUM HAFNARFJÖRÐ.  Þar deilir hún hagnýtum leiðum og aðferðum við m.a. flokkun á heimilissorpi og plokkun í nærumhverfinu auk þess að veita önnur ráð.

Gunnella Hólmarsdóttir er tveggja barna móðir í Kinnunum sem, líkt og margir aðrir, veltir því fyrir sér á degi hverjum hvernig hún og fjölskylda hennar getur umgengist umhverfi og auðlindir af meiri ábyrgð og virðingu. Taka þessar hugmyndir hennar m.a. til skipulags flokkunar innan veggja heimilisins, neyslu almennt, hreinsunar í nærumhverfinu og lágmörkunar á notkun heimilisbílsins. „Ég hef náð að skipuleggja heimili mitt þannig að flokkun er orðin tiltölulega einföld. Ég hef lengi flokkað plast og farið með í grenndargáma og fagnaði því mjög þegar ég gat farið að setja allt plast í sérstökum poka beint í grátunnuna. Einu sinni í mánuði fer ég svo í grenndargáma eða á Sorpu með afgangs úrgang frá heimilinu; gler, textíl, spilliefni og þess háttar. Hluti sem fólk á það til að setja í grátunnuna því það veit ekki betur. Þetta snýst allt um einfalt skipulag og að fræða fjölskylduna um fyrirkomulagið”. 

GunnellaHolmarsdottirFylgstu með góðum ráðum Gunnellu varðandi flokkun og plokkun. Íbúar eru líka hvattir til að deila góðum ráðum, aðferðum og lausnum. 

HREINSUM HAFNARFJÖRÐ á Snapchat og Instagram er opinn reikningur fyrir alla og eru íbúar í Hafnarfirði og vinir Hafnarfjarðar sérstaklega hvattir til að bæta þessum reikningum við hjá sér og fræðast og fylgjast með áskorunum hennar og lausnum í flokkun og plokkun. 

Snapchat: hreinsum –  https://www.snapchat.com/add/hreinsum
Instagram – https://www.instagram.com/hreinsumhafnarfjord/

Viðtal við Gunnellu birtist fyrst í Fjarðarpóstinum

Ábendingagátt